Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 10
Arsrit Torfhildar
Einstein í fararbroddi, gegnsýrð minningum um Darwin, klufu
manninn niður í efnislegar frumeindir og settu hann á bás með
dýrum, Freud afhelgaði sjálfsstjórn mannsins og gerði hann að
orrustuvelli milli frumsjálfs og yfirsjálfs og Nietzsche tók guð
af lífi. Og upp úr stjórnleysinu spruttu ótal framúrstefnuhópar í
listum, maðurinn reyndi örvæntingarfullur að ná aftur utan um
sjálfan sig og veröldina.
í byrjun minntist ég á puttabendingar sumra á árið 1857
sem upphafsár modernismans. Þó eru það ýmsir sem kalla það
frum-modernisma en umrótin uppúr aldamótum raunverulegt
upphaf hans, þegar framúrstefnuhópar sem og dadaistar,
surrealistar o.fl. spruttu upp. Og til að auka á óvissuna eru
menn jafn óvissir um hvenær, eða jafnvel hvort, honum hafi
lokið. Það fer einfaldlega eftir því hvar menn eru í sveit settir.
Eða öllu heldur á hvaða málasvæði:
Sumir bókmenntafræðingar hafa bent á að
augljóslega megi greina milli tveggja meginstrauma
modernismans í ljóðlist. Annarsvegar sé hinn
ensk-ameríski modernismi sem varð til fyrir frönsk
áhrif og hins vegar germansk-skandinavískur
modernismi sem birtist í þýska expressjónismanum
og ljóðum sænsku finnlandsskáldanna. Rök þessarar
skiptingar er hinn skarpi munur ljóðanna sjálfra: hin
ópersónulega tjáning og einkenni klassisma hjá
ensk-amerísku skáldunum en á hinn bóginn áköf og
einlæg tilfinningatjáning hjá þeim þýsku og
norrænu.9
Þeir hinir fyrrnefndu afmarka þá modernismann í tímabilið
1910-1930, en 1930 er hann ekki til í bókmenntum norðurlanda
nema með fáeinum undantekningum. Almennt hefst
modernisminn varla í Skandinavíu fyrr en með seinni
heimsstyrjöldinni.10
8