Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 11
Arsrit Torfhildar
II
Modernismi í íslenskri ljóöagerö heyrði til undantekninga
fyrir síðari heimsstyrjöld. Það má segja að hann hafi ekki sett
sig niður hér fyrr en með bók Steins Steinarr Tíminn og Vatnið
(1948) og Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar (1949). Þá varð
ekki aftur snúið og á næsta áratug bættust fleiri í hópinn; Sigfús
Daðason, Stefán Hörður Grímsson, Thor Vilhjálmsson o.fl.
Undantekningarnar eru fáar og stopular. Jóhann Sigurjónsson
orti ljóð sem án efa flokkast undir modernisma, bæði í frjálsu
formi (Sorg) og svo hefðbundið í Bikarnum. Fleiri voru þeir
svo sem Jóhann Jónsson, Jón Thoroddsen og Halldór Laxness.
En ljóðin voru fá og tíminn stuttur; Jóhann Sigurjónsson féll frá
tiltölulega ungur og eyddi þar að auki starfskröftum sínum að
mestu í leikritagerð, Jóhann Jónsson og Jón Thoroddsen dóu
ungir, og Halldór Laxness snéri sér alfarið að skáldsögum og
orti ekki nema einstaka ljóð sem féll að efni þeirra. En það er
athyglisvert að bæði Jóhann Sigurjónsson (í Danmörku) og
nafni hans Jónsson (í Þýskalandi) ortu allflest ljóðin hefðbundið
á íslensku en slepptu fram af sér beislinu þegar þeir ortu á
dönsku og þýsku. Segir það kannski meir en mörg orð um
ægivald íslenskrar ljóðhefðar. T.d. virðast ófáir íslendingar enn
í dag, 40 árum eftir útkomu Dymbilvöku, mjög ósáttir við rím-
og stuðlalaus ljóð.
En 15-20 árum fyrir útkomu Dymbilvöku hafði
modernisminn kynnt sig með látum fyrir íslenskum
bókmenntum. Nemlig þegar skáldsagnagerðin reyndi, og tókst
að hluta, að rífa sig undan einröddun 19. aldar bókmennta sem
9