Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 11
Arsrit Torfhildar II Modernismi í íslenskri ljóöagerö heyrði til undantekninga fyrir síðari heimsstyrjöld. Það má segja að hann hafi ekki sett sig niður hér fyrr en með bók Steins Steinarr Tíminn og Vatnið (1948) og Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar (1949). Þá varð ekki aftur snúið og á næsta áratug bættust fleiri í hópinn; Sigfús Daðason, Stefán Hörður Grímsson, Thor Vilhjálmsson o.fl. Undantekningarnar eru fáar og stopular. Jóhann Sigurjónsson orti ljóð sem án efa flokkast undir modernisma, bæði í frjálsu formi (Sorg) og svo hefðbundið í Bikarnum. Fleiri voru þeir svo sem Jóhann Jónsson, Jón Thoroddsen og Halldór Laxness. En ljóðin voru fá og tíminn stuttur; Jóhann Sigurjónsson féll frá tiltölulega ungur og eyddi þar að auki starfskröftum sínum að mestu í leikritagerð, Jóhann Jónsson og Jón Thoroddsen dóu ungir, og Halldór Laxness snéri sér alfarið að skáldsögum og orti ekki nema einstaka ljóð sem féll að efni þeirra. En það er athyglisvert að bæði Jóhann Sigurjónsson (í Danmörku) og nafni hans Jónsson (í Þýskalandi) ortu allflest ljóðin hefðbundið á íslensku en slepptu fram af sér beislinu þegar þeir ortu á dönsku og þýsku. Segir það kannski meir en mörg orð um ægivald íslenskrar ljóðhefðar. T.d. virðast ófáir íslendingar enn í dag, 40 árum eftir útkomu Dymbilvöku, mjög ósáttir við rím- og stuðlalaus ljóð. En 15-20 árum fyrir útkomu Dymbilvöku hafði modernisminn kynnt sig með látum fyrir íslenskum bókmenntum. Nemlig þegar skáldsagnagerðin reyndi, og tókst að hluta, að rífa sig undan einröddun 19. aldar bókmennta sem 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.