Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 12
Arsrit Torfhildar
virkaði vægast sagt hjáróma eftir að heimsmynd 19. aldarinnar
hafði fallið fyrir byssukúlum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þar
komu helst við sögu Gunnar Gunnarsson, Þórbergur Þórðarson
og Halldór Laxness.
Þessir höfundar stóðu frammi fyrir því vandamáli að þurfa
að hafna aðferðum fyrirrennara sinna til þess að geta skapað
lífvænlegan skáldskap. Þeir gátu ekki skrifað um pilt og stúlku
upp í sveit þar sem morgunroðinn býr ásamt smáfuglunum.
Ekki gátu þeir heldur haldið áfram að skrifa útfrá forsendum
raunsæishöfundanna, skammast útí þjóðfélagið og bent á
útgönguleiðir. Þeir sáu engar. Gunnar Gunnarsson reynir í
kreppusögum sínum11 að ná utanum nútímamanninn en mistekst
að hrista 19. öldina af sér þar sem hann notast við
skáldskaparform einröddunar; þ.e. sannleikur sögumanns
drottnar yfir frásögninni og gömul meðul eru notuð, s.s. vondi
maðurinn sem er auðþekktur á óásjálegu útliti sínu.
Það er ekki fyrr en með Vefaranum mikla e. Halldór
Laxness sem sundurtættum nútímanum eru gerð skil.
Vefarinn mikli er „ógurlegt verk“ eins og Kjarval orðaði
það. Þar ægir saman öllum helstu stefnum í heimspeki og
bókmenntum sem kenndar eru við modernismann. Þar æpir
Steinn Elliði ýmist boðskap Nietzsche eða krýpur í rakri þögn
klaustursins og þylur kaþólskar kennisetningar. Hann ætlar að
standa á herðum tímans hrópandi kvæði sín eða liggja á hörðu
steingólfi fjarri rödd heimsins með hugann við guð en „varir
luktar luktar“. Og honum kemur ekki til hugar að að vitna í
bókmenntir fyrir 1914 eða þá afneitar öllu og les biblíuna.
í bókinni er engin ein rödd, engin ein stefna (sannleikur)
sem ríkir yfir öðrum. Þetta er margraddað verk, eins og hjá
Dostojevskí, eins og nútíminn. Eins og modemisminn sem
getur ekki annað en leitað að sannleikanum því enginn einn
sannleikur er til.
10