Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Side 17
Arsrit Torfhildar
Hann ávarpar gestinn:
Sælir herra minn, sælir, þessa leið
Vor sjón er feiknum háð í þessum stigum
Bölsýnin (-eða rökrétt sýn, eftir því hvernig á það er litið)
er svo þrúgandi að engu er líkara en samviskubit hafi gripið
ljóðmælandan eftir kumpánlegu ávarpsorðin og bætir hann því
seinni línunni við. Þetta leiðir hugann að ljóðlínu Brechts: „Sá
sem hlær/á aðeins óheyrða/hina hræðilegu frétt.“18 Síðan hefst
stutt frásögn hjá gestinum - einnig honum er síst hlátur í hug:
. . . vofur hafa lagt
net sín í þessi vötn, já svo er sagt
þær sofa léttast þegar tungl er fullt
Þegar tungl er fullt eru flestir í svefni, andvaralausir í
draumaheimi, og þessar vofur veiða mannleg hjörtu. Eins og
allflestar stjórnmálastefnur reyna, fasískar eða kommúnískar.
Og þarna eru hvalir (Má taka sem táknmynd valds) sem „líða
um silkisali/og sötra gegnum skíðin hjörtu vor“. Silkisalir er
mjúkt „jákvætt" orð og síst að menn búist við ógn og dauða
þaðan. En hvernig er með valdafíkna menn, fela þeir ekki
áform sín - oft skuggaleg - í skrúðmælgi? Var ekki einhver
úlfur sem dulbjó sig sem lamb . . . ?
Hér er engum að treysta. Jafnvei kommúnisminn er
tortryggilegur. Að minnsta kosti neitaði gesturinn að taka sér
far með þeim, undir merki þeirra (þ.e. kommúnismanum). Og
þá ganga þeir burtu frá honum með skammaryrði á vör og í
reiði „rauðir á hár“.
1. hlutinn hefst eins og hikandi tónverk, myndum er
brugðið upp og stef, sem ganga í gegnum bálkinn, eru kynnt til
sögunnar. Síðan kemur n.k. millikafli, sem er áðurnefnt samtal
15