Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Side 23

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Side 23
Arsrit Torfhildar skáldið aðeins maður og orð hans geta auðveldlega verið hrópuð niður í „öskri ljónsins“ Sjáðu fálmandi grip minna skínandi handa í skikkjufaldinn er feykist undan blindum æðandi storminum Einnig má taka vitann sem hugsjón, kannski þessa sameiginlegu vitund mannsins bak við allt. Þá er engin furða þótt ljóðmælandinn kikni undan byrðinni. Og með hugann við hildarleik heimsstyrjaldanna spyr hann fyrir hönd „brjóstvitsins“: Hvar ferðast þú meðal dimmviðranna með það djásn er ég gaf þér? Hvar drúpir þú höfði undir kulnandi sólum viskunnar og veist ekki framar hvar mín er að leita? Þannig gæti ég haldið áfram að gefa vitanum ákveðin tákn og vitnað í textann því til stuðnings, eflaust væri hægt að láta hann ríma við meir en skáldskap, hugsjónir og -vita. Og eflaust annað en skáldið hugsaði sér í upphafi. Bæði er textinn það margræður (það á við allan bálkinn, nema kannski helst í þriðja hluta) að hægt er aö skoða hann frá mörgum sjónarhornum, og efins er ég einnig um að skáldið sjálft hafi gefið honum eitt ákveðið tákn. Altént má segja að í lokahlutanum hafi ljóðmælandinn gert upp við sig. Hann ætlar að berjast. Fyrir hverju er óljóst, nema kannski áðurnefndri heildarvitund mannkynsins - sem er óljóst hugtak útaf fyrir sig. Því til áréttingar vísar hann, eða reynir að vísa, konunni burt sem flæddi eins og heilagt sólskin, sem leið eins og gyðja um vitund hans svo hann freistaðist til þess að gefast henni á vald og loka sig inni með henni - og kasta 21

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.