Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Side 27

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Side 27
Einar Falur Ingólfsson drög að stefnuskrá pollurinn var mitt svæði. oft undi ég inni með litla tindáta sem voru myrtir á grimmilegan hátt, aftur og aftur í rosalegum stríðum sem bárust um allt skrifborðið og niður á gólfið sem var lagt linoleumdúk. á svefnbekknum, stórum og dimmum, las ég mikið, hljóp kannski tvisvar á dag í bókasafnið meó fjóra til sex miða svo konan spurði hvort ég skoðaði bara myndirnar, og ég móðgaðist auðvitað því ég las alltsaman og oft tvær og þrjár bækur í einu; tildæmis fimm, bob moran, æfintýra, innes eða macleanbækur, eða þá skyttumar þrjár; fimm blaðsíður í hverri í skipulagðri röð, sem vildi þó ruglast ef einstaka bók var of spennandi en þá las ég hana lengur. tinna las ég á tuttugumínútum sléttum. mér leiddist sól og sumar og gott veður og þá var ég inni, dundaði mér og át kavíar úr túpum, þótti mills þá bestur, og borðaði þetta með ósneiddu fransbrauði. í rigningu fór ég oft að pollinum. þá gerði ég stíflur; beislaði lækina og hannaði stórfengleg lón sem brutu sandhraukana alltaf niður að lokum. mér var illa við pollagalla og var því oft blautur. einusinni fann ég nokkrar dauðar loðnur á götunni. þær sem ekki voru útkeyrðar setti ég í pollinn, lét synda og sigla á spýtu og reyndi að veiða þær með nagla á bandi á priki. þær voru daufir leikfélagar en það var alltílagi, ég lék mér hvortsemer alltaf einn og kunni því vel. 25

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.