Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 27

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 27
Einar Falur Ingólfsson drög að stefnuskrá pollurinn var mitt svæði. oft undi ég inni með litla tindáta sem voru myrtir á grimmilegan hátt, aftur og aftur í rosalegum stríðum sem bárust um allt skrifborðið og niður á gólfið sem var lagt linoleumdúk. á svefnbekknum, stórum og dimmum, las ég mikið, hljóp kannski tvisvar á dag í bókasafnið meó fjóra til sex miða svo konan spurði hvort ég skoðaði bara myndirnar, og ég móðgaðist auðvitað því ég las alltsaman og oft tvær og þrjár bækur í einu; tildæmis fimm, bob moran, æfintýra, innes eða macleanbækur, eða þá skyttumar þrjár; fimm blaðsíður í hverri í skipulagðri röð, sem vildi þó ruglast ef einstaka bók var of spennandi en þá las ég hana lengur. tinna las ég á tuttugumínútum sléttum. mér leiddist sól og sumar og gott veður og þá var ég inni, dundaði mér og át kavíar úr túpum, þótti mills þá bestur, og borðaði þetta með ósneiddu fransbrauði. í rigningu fór ég oft að pollinum. þá gerði ég stíflur; beislaði lækina og hannaði stórfengleg lón sem brutu sandhraukana alltaf niður að lokum. mér var illa við pollagalla og var því oft blautur. einusinni fann ég nokkrar dauðar loðnur á götunni. þær sem ekki voru útkeyrðar setti ég í pollinn, lét synda og sigla á spýtu og reyndi að veiða þær með nagla á bandi á priki. þær voru daufir leikfélagar en það var alltílagi, ég lék mér hvortsemer alltaf einn og kunni því vel. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.