Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 32

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 32
Arsrit Torfhildar sig „ancients“. í þeirra röðum var reiður maður maður að nafni Jonathan Swift. „HRYSSINGSLEGT“ FYRIRMYNDARRÍKI Þegar hugmyndirnar að baki þess fyrirmyndarsamfélags Hestlendinga, sem Swift skapaði, eru skoðaðar er eitt sem stendur upp úr: Skynsemin. Þetta ríki er grundvallað á skynsemi. Nú mætti ætla að slíkt ríki væri sælustaður á jörð, öld skynseminnar endanlega runnin upp. Því fer þó fjarri ef betur er að gætt. Samfélag hestlendinga er rækilega stéttskipt. Þegnarnir fæðast inn í sína stétt og lifa þar og hrærast alla tíð. Stéttaskiptingin er grundvölluð á skynsemi. Hinir skynsamari eru æðri og ráða. Stéttaskiptingunni er viðhaldið með kynbótum eða hreinræktun. Hreinræktaðir þegnar eru valdir saman af skynsemi án þess að ást komi þar nokkuð nærri. Stjórnun á fjölda þegnanna er líka í mjög föstum skorðum. Foli og Meri „koma saman“ tvisvar sinnum til að eignast tvö folöld, eitt af hvoru kyni. Séu afkvæmin óvart bæði af sama kyni skipta foreldrarnir einfaldlega við einhvern sem á tvö af gagnstæðu kyni. Lægri stéttir Hestlendinga „koma saman“ sex sinnum. Deyi folald er annað búið til í stað þess, annaðhvort af foreldrum þess látna eða öðrum sem til þess eru útnefndir. Tilfinningar á borð við ást eða sorg þekkjast ekki. Hins vegar eru allir vinir og lifa saman í friði og eindrægni því það er skynsamlegast fyrir alla Hestlendinga. Þeir eiga sér ekkert ritmál, enda allur fróðleikur hefðbundinn og saga þeirra ekki viðburðaríkari en svo að auðvelt er að muna hana. Listir Hestlendinga virðast einskorðast við Ijóðlist. Hún einkennist af sanngjörnum samlíkingum og geysinákvæmum lýsingum. Efnið er vinátta og velvild eða hrós um þá þegna sem hafa sigrað í 30

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.