Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 34

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 34
Arsrit Torfhildar Einungis 16 árum eftir dauöa Swifts kemur út bókin „The Wealth of the Nations“ eftir skoska prófessorinn Adam Smith. í þessu riti eru teknar saman hugmyndir um vélgengt samfélag manna, grundvallað á lögmálum markaðarins. Undirstaða þessara hugmynda er hinn hagsýni skynsami maður: HOMO ECONOMICUS. Hreyfiafl þjóðfélagsins er skynsemi mannsins við ákvarðanatöku, sjálfum sér til hagsbóta. Þessi hugmyndafræði er kjarni Liberalismans, sem er ráðandi hugmyndafræði vestrænna þjóðfélaga enn þann dag í dag. Árið 1798 birtir klerkurinn Thomas Malthus ritgerðina „An Essay on the Principle of Population“. Örbirgðin er afleiðing af offjölgun. Fólki fjölgar örar en sem nemur vexti matvælaframleiðslu. Ekki má hjálpa fátæklingum, því þá fjölgar þeim bara hraðar. í raun stafar þetta allt af náttúrulögmáli, sem óskynsamlegt er að skipta sér af. Takmörkun barneigna í landi Hestlendinga virðist vera ráðið til bjargar enda kemst Malthus aó þeirri niðurstöðu að fátækt sé refsing Guðs fyrir hömluleysi í kynlífi. Með skynsemi sinni komust Hestlendingar hjá slíkum ósköpum. Árið 1859 fær Liberalisminn enn byr undir báða vængi. Þá kemur út höfuðrit Darwins: „On the Origin of the Species“. Þróunarkenning hans var tekin og yfirfærð á heilu þjóðfélögin. Herbert Spencer (1820-1903) setti fram kenningu um hvernig flóknari (æðri) þjóðfélög leystu frumstæðari af hólmi. Hann efaðist um gildi menntunar því því hún breytti ekki hegðun manna og benti á nauðsyn þess aó hindra barneignir glæpamanna og vanheilbrigðs fólks. Þróunin er, að mati Spencers, öll á þann veg að menn eru að verða skynsamari og jafnframt minna háðir tilfinningum. Þegar dregur nær aldamótum 1900 ritar Gobineau sögu vísindanna, þar sem hreyfiaflið var sigur sterkari kynþátta yfir þeim veikari. Þýskir sagnfræðingar og mannfræðingar þróuðu á 32

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.