Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 35

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 35
Arsrit Torfhildar sama tíma herskáar kenningar um jákvæð áhrif styrjalda á þróun þjóðfélaga. Uppúr fyrri heimsstyrjöld blómstrar kynþáttahatur í Bandaríkjunum. Óæðri kynstofnar og þjóðir voru aðskotahlutir í guðs eigin landi. í Evrópu fór kynþáttahatur einnig vaxandi, einkum anti-semítismi. Bretar höfðu þó mestan áhuga á æðri og óæðri einstaklingum og Francis Galton’s Eugenics Society hóf kynbætur á mönnum. Við getum rakið þessa grein skynsemishyggjunnar áfram aó síóari Heimsstyrjöldinni og til þjóóarmoróa, kynbóta og tilrauna nasista. „Þúsund ára skynsemisríkið“. SamJíkingin með Hestalandi Swifts og þessum hugmyndum skynsemishyggjunnar er greinileg. Það er réttur hinna skynsamari yfir „hinum óskynsamari“ eða „óæðri“, sem er ríkjandi hugmynd. Þessi réttur takmarkast ekki af neinum tilfinningum eóa siðferðismati, heldur eingöngu því hvaó er skynsamlegt fyrir hinn skynsama. Slík framtíóarsýn er ekki um neitt sæluríki, heldur er hún hroilvekja. NYTJAHYGGJAN OG GULLIVER En út frá hvaða forsendum öórum getum vió gagnrýnt skynsemisríki Hestlendinga og það val Guliivers aó fyigja hestunum? Siðferði Hestaríkisins byggir á einskonar siðferði skynseminnar eða Nytjastefnu (Utilitarianism). Sú siðfræði, einkum mótuó af Jeremy Bentham (1748-1832), er einn af vaxtarsprotum skynsemishyggjunnar. Siðferðilegt gildi athafna ræðst ekki af þeim hvötum sem að baki þeim búa, heldur af afleiðingum þeirra. Markmið skynsemisvera var álitið að hámarka hamingju sína eða vellíðan og lágmarka vanlíðan. Gildi athafnar ræðst af því „hamingjumagni“ sem hún hafði í för með sér. Bentham vildi jafnframt reikna út vísindalegar 33

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.