Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 36
Arsrit Torfhildar
einingar til að mæla ánægju eða óhamingju, sem leiðir af
athöfnum. Þannig átti að vera hægt að vega og meta athafnir
vísindalega, út frá skynseminni einni saman.
Það sem skortir í þetta módel Benthams er hliðstætt við það
sem skortir í skynsemisríki Hestlendinga: hugmynd um þroska
og gildi einstaklingsins. Ekki er víst aó saman fari þroski og
manngildi og hámarksánægja. Spurningin hlýtur að snúast um
það hverju sé fórnað. Hestlendingar lifa við öryggi og
stöðugleika. Allt er í mjög „skynsamlegum“ og föstum
skorðum, séð frá sjónarhóli Hestlendinga sjálfra. Myndum við
yfirgefa fyrir fullt og allt basl okkar í mannlegu samfélagi til að
lifa líkt og Hestlendingar? Samkvæmt nytjastefnu Benthams er
markmið skynsemisverunnar hámarksvellíðan. Myndum við
tengja okkur vió vellíóunarvél, sem veitti okkur alla hugsanlega
vellíðan, ef við ættum aldrei afturkvæmt? Svarið við báðum
þessum spurningum er líklega neitandi. Stephan G. Stephansson
kvað eitt sinn svo:
Ég veit þaó er lánsæld að lifa og njóta,
að leika og hvíla sem hugurinn kýs.
En mér finnst það stærra að stríða og brjóta
í stórhríðum ævinnar mannrauna ís.
Þaó er eitthvað sem vantar í skynsemisríki hestlendinga,
eitthvað sem snertir það aó vera maður.
Gulhver valdi að fylgja Hestlendingum. Það mat hans að
skynsemin væri æðsta takmark mannsins olli ákvörðun hans og
afleiðingamar urðu margvíslegar.
KYNÞÁTTAHATARINN GDLLIVER
Var val Gullivers honum skaðlegt? Þetta er stór spurning
og vert að líta nánar á nokkrar af afleiðingum þess. Gulliver
34