Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 39

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 39
Arsrit Torfhildar vegvísinum. Maðurinn hlýtur fyrst og fremst að vera siðferðisvera. Ef við hugsum okkur Guð þá er hann hugmynd um „veru“, sem kann skil á réttu og röngu. Vegna þessarar vitneskju og gæsku Guðs myndi hann alltaf taka rétta ákvörðun. Þess vegna er Guð ekki siðferðisvera heldur fremur ímynd eða markmið. Dýrin stjómast af hvötum og löngunum og hugmyndir um rétt og rangt koma þar ekki nærri. Þess vegna eru þau ekki heldur siðferðisverur. Það er maðurinn einn sem á val. Maðurinn er siðferðisvera því hann hefur skynsemi til þess að reyna aö breyta eftir því, sem hann telur rétt og rangt. Hann hefur hvorki vissu Guðs, né stjórnast af hvötum einum. Þessi efi og þetta val eru í senn ábyrgð mannsins og ÞAÐ AÐ VERA MAÐUR. Það er þetta sem vantar í skynsemisríki Hestlendinga. Þeir þekkja ekki ranga breytni því skynsemi þeirra stjórnar þeim. Ef mannskepnan fer að trúa á skynsemina, sem æóstu viðmiðun og telur sig jafnframt búa yfir henni er svo komið aó skynsemin, og þar af leiðandi maóurinn, er kominn í staó Guðshugmyndarinnar. Skynsemin er þá ekki lengur tæki heldur markmið. Skilin milli rétts og rangs verða staðreyndir eða sannieikur, sem hægt er að finna út frá skynseminni. Siðferði skynseminnar er nýtt endanlegt siðferði þar sem spurningunni um rétt og rangt hefur verið svarað. Það sem er skynsamlegt er rétt. Hið eilífa val mannsins er úr sögunni. MAÐURINN ER ÞÁ EKKI LENGUR MAÐUR, HELDUR EITTHVAÐ ANNAÐ. EF TIL VILL HOUYHNHNM? 37

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.