Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Qupperneq 52

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Qupperneq 52
Arsrit Torfhildar dauðann, sem sonurinn/rithöfundurinn kallar yfir föðurinn, þar sem hann talar til lesandans í bæn til hans um að dæma föðurinn til dauða, í þessu tilfelli rímnakveðskap Sigurðar Breiðfjörð sem málsvara hefðarinnar. Jónas ræðst ítrekað á hefðina sem skóp hann, þá hefð sem hann sér sem föður sinn þar sem Jónas og kveðskapur hans eru skilgetin afkvæmi hefðarinnar. Hún hopar þó undan honum „. . . eludes him . . .“3 en hann heldur áfram í örvæntingarfullri tilraun til að aðskilja sig frá hefðinni, öðlast eigið líf. Dæmi um það hvernig hefðin, sem í dómnum tekur á sig mynd Tistrans rímna og Indíönu, víkur sér undan honum er að hvergi er vitnað í heila vísu eða nokkuð úr rímunum látið standa í samhengi, heldur allt rifið sundur og skrumskælt á afkáralegasta hátt. Þar ber helst að nefna undarlega flokkun lýsingarorða í þrjá flokka sem Jónas segir svo Sigurður geti valið úr þeim „af handahófi eitt eða tvö orð . . . til að gjeta nemt manninn, og fillt út í gatið á hendíngunni . . ,“4 Annars staðar er ítrekað að rímurnar séu ekki þess virði að vitna í þær og ástæðan sem gefin er upp er sú að greinarhöfundur hafi „. . . ekkji viljað hafa firir . . .“(19) að leita þær uppi. Þannig er einnig gert ráð fyrir því að lesandinn þekki rímurnar því annars fellur gagnrýnin um sjálfa sig. Sagan sem rímurnar segja er sögð vera „. . . einhvur ligasaga . . . heimskulega ljót og illa samin . . .“(19-20) en ekki nánar farið útí þá sálma. Kenningarnar í rímunum eru sagðar „. . . eins og lög gjera ráð firir, töluvert rrúrkar og reknar saman, hvur annarri vitlausari, og sumar svo óviðfeldnar og voðalegar meðferðar, að hvur maður ætti að vara sig á, að nefna þær, so að hann brjóti ekkji úr sér tennurnar í slíku hraungríti.“(26) Þau orð sem standa í upphafi eru þó vísun í hefðina sem býr að baki slíkum kveðskap sem rímurnar eru. Lög hennar geri ráð fyrir kenningum á borð við þær sem Jónas kallar slíkum gífuryrðum. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.