Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Blaðsíða 55
Arsrit Torfhildar
þrá eftir eigin dauða, og hann óttast þessa þrá. Þar sem óttinn
við þessa þrá (sem jafnvel mætti kalla líkþrá) er mestur, brýst
hann fram í ummælum, eftir tal um kenningar, þar sem því er
lýst yfir að verið geti að þær hafi ekki verið allar skildar . .
rjettilega, og sumar eigi að þíða eitthvað annað. Jeg þori ekkjert
um það að segja; kvennfólkjið verður að skjera úr því.“(26)
Hér brýst fram óttinn við hefðina, óttinn við lesandann/
dauðann, óttinn við líkið af föðurnum, en ekki síst óttinn við
það sem hann þráir í stað hins reglubundna feðraveldis,
kvenfólkið.
III KVENNFÓLKJIÐ.
í rímum af Tistrani og Indíönu er talað til kvenna.
Mansöngvarnir eru sungnir til kvenna og rímunum þannig beint
að konum sem viðtakendahópi. Með orðum sínum um
dómsúrskurð kvenfólksins talar Jónas til sama hóps og
Sigurður. Hann talar til þess heims sem hann þráir, en óttast, af
hæðni sem undirstrikar ótta hans. Hann veit sem er að sá
heimur er andstæður þeim heimi sem hann hefur kallað yfir sig
með því að skilgreina sjálfan sig í gegnum dauða föður síns.
Með þessum orðum er horfið frá ritdómnum sjálfum og
úrskurðurinn lagður í hendur þeim sem eru fyrst og fremst
viðtakendumir, „kvennfólkjið“. Ritdómurinn verður ekki
lengur neinn dómur heldur varnarræða þess sem setur sig upp á
móti hefðinni sem skóp hann en getur ekki gert það nema á
þann eina hátt að nota tungumálið með öllum þeim gildum og
hefðum sem það inniheldur. Hann notar aðferðir föðurins til að
ráðast á föðurinn og við þá iðju reynir hann að hæðast að því
sem er lausnin, hæðast að því sem hann þráir og er það eina
sem honum býðst til lausnar úr vítahring feðraveldisins. Þama
53