Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Side 70
Arsrit Torfhildar
Allir þeir, sem ekki gera þetta, eru skrýtnir og viðrini.
Flestir hinna eiga innst inni þá ósk að vera líka bara skrýtnir og
viðrini, en þora ekki að viðurkenna það - ekki einu sinni fyrir
sjálfum sér. En samt er tilgangsleysi og innantóm þessa þeim
flestum vel ljóst, og allstaðar er lífsleiðinn ljóslifandi. Þannig er
hlutunum varið.
Svo allt í einu er staður varanleikans, ef til vill hinn eini í
lífi þeirra, undirlagður hraðfara breytingum. Allir líta með
eftirsjá til horfinna daga, og hver sakar annan um það, hvernig
komið er, en samvinna til bóta er lítil sem engin. Sú samhyggð
og sá skilningur, sem kunna að vera fyrir hendi hverfa fyrir
tortryggni og andúð. Söknuður og vonbrigði herja á hjörtu
manna.
Hver á sökina, og hvað á að gera?
Sökin er tíðarandans og tímanlegrar uppgjafar hvers
einstaks einstaklings sem slíks og sem meðbróður annarra slíkra
í baráttunni um tilveru sjálfs sín sem áframhaldandi þroskaðrar
vitsmunaveru. Verður þess þá langt að bíða, að mannfólkið
gefist algerlega upp á sjálfu sér? Já, þess verður langt að bíða,
því að það verður aldrei. Það vrður aldrei, af því að allt fólk er,
þrátt fyrir allt, sannar manneskjur, aðeins mismunandi sannar,
en sannar samt.
Hvað á svo að gera? Tímanlegar aðgerðir eru margar
aðgengilegar. En bezt er hin erfiðasta, það er samúð, skilningur
og samvinna æsku og elli.
En þar sem engin bein fjöldaframleiðsla getur átt sér stað á
þessum afurðum mannsandans er lausnarinnar langt að bíða, og
mikils verður að vænta af hverjum einstökum, og sem betur fer
- mikils má vænta. En þetta tekur allt sinn tíma. Ekki hafa
svipuð vandamál fyrri tíma verið leyst á svipstundu, og svo
mun vera enn í dag.
En hin raunverulega og varanlega lausn er víðs fjarri -
68