Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 5

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 5
Jón Stefánsson Um Ijóðagagnrýni í dagblöðum Gagnrýnendur gagnrýndir Fyrsta boðorð gagnrýnanda er að taka afstöðu. Annað er að rökstyðja hana. Innifalið í þessum tveim boðorðum er sjálfsögð og eðlileg krafa um lipran og góðan stíl; það hlýtur að vera óhætt að fara framá að þeir sem taka að sér að skrifa í fjölmiðla skrifi betur en gengur og gerist. tvö Hér verður fjallað um ljóðagagnrýnendur dagblaðanna. Það er tvennt ólíkt að skrifa ritdóma fyrir dagblað eða tímarit. Þegar menn skrifa fyrir tímarit eru þeir sjaldnast bundnir af ströngum kröfum um lengd texta. Auk þess er óhætt að ganga út frá því sem vísu að lesendur bókmenntatímarita, til dæmis Tímarits Máls og Menningar, hafi einhverja bókmenntasögulega þekkingu. Blaðagagnrýnandi getur hins vegar ekki gert ráð fyrir því að hinn "almenni lesandi" viti hver skrifaði Lifandi manna land eða Hlýja skugganna. Einnig liggur það í augum uppi að ritdómari dagblaðs hefur ekki úr jafn miklu plássi að moða og kollegi hans á TMM. Þannig að við hljótum að draga þá ályktun, að sá fyrrnefndi þurfi umfram allt að skrifa skýran og þéttan stíl. Geta sagt mikið í fáum orðum. Eins og ég gat um hér að ofan, þá er frumskilyrði að taka afstöðu og rökstyðja hana. Óhætt er að bæta þriðja boðorðinu við; einlægni. Hjartablóð ritdómarans verður að renna um textann. 3

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.