Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 8

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 8
nær ekki að kryfja ljóðasafn upp á 339 blaðsíður. Orn fer réttu leiðina, tæpir á forsögunni, helstu einkennum og birtir síöan ciæmi. Einn helsti kostur Arnar er hugrekki. Fáir ritdómarar taka eins stórt upp í sig og hann þegar honum ofbýður leirvinnslan. Stór orð eru vandmeðfarin. Sleggjudómar eru jafnvel verri en afstöðuleysi; þeir bíta og særa og verða þess vegna að vera vel rökstuddir. Annars snýst vopnið við í höndum ritdómarans. 1986 gaf Gunnar Dal út ljóðabókina Borgarljóð. Eins og ég á eftir að víkja að síðar, þá fundu sumir tilefni til þess að hrífast af bókinni. Örn Ólafsson var ekki í þeim hópi; titill ritdómsins var grimmur og afdráttarlaus: "Flatneskjan3. Önnur eins jarðarför hefur varla sést í blaðadómi. Og þetta er rökstutt jarðarför: Hvergi var ég var við ferska mynd, hvað þá líkingar né annað, sem skáld hafa notað til að segja hluti á sláandi hátt eða lifandi. Þegar höfundur lætur t.d. í ljós samúð með utangarðsmönnum og börnum sem bíða móður sinnar við hlið leikvallarins, þá er það með almennum orðum, sem hver meðalborgari væri vís til að segja oft á dag. Hér er ekkert sérkennilegt, ekkert sem grípur, einungis flatrímaðar klisjur: Á leikvellinum Nú halda fuglar heim til sín. En hvar ert þú, móðir mín? Horfa spurnaraugum á alla sem þar fara hjá. Eru hér út við hlið ein og smá. Hvenær skyldi hún koma hún móðir mín? Mamma hvar er höndin þín? Við hijótum umfram allt að ætlast til þess af skáldum að þau beiti ímyndunarfli sínu. 6

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.