Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 14

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 14
Afleiðingin er sú að hún bætir engu við þann mikla trúarskáldskap sem biblían og eldri skáld bjóða upp á. Fyrir utan það að skrifa slæma ritdóma hefur Erlendur tekið upp á þeim ósóma að taka tvö eða fleiri skáld fyrir í einu. Hvert skáld fær þá umfjöllun upp á 20-30 línur. Síðan er birt brot úr ljóði ef eitthvað pláss er eftir. Þessi aðferð er hrein og bein móðgun við höfundinn og lesendur og gegnir engum tilgangi. Það kemur málinu hreint ekkert við hvort bókin er góð eða vond. Ef ritdómari ákveður að skrifa um einhverja bók þá ber honum skylda til að gefa lesendum einhverja innsýn inn í hana. En látum Erlend dæma sig sjálfan: Þögn Ólafs Haraldssonar inniheldur minni íhugun en stefnir því meir í átt til skáldlegra tilþrifa. Að hætti margra nútímahöfunda rýnir Ólafur í hið tímalausa andartak og leitast við að draga upp raunsannar myndir úr hversdagsleik nútíma manneskjunnar. Eins og margur ungur höfundur bregður hann á leik annað veifið til að sanna að hann sé hvorki klassískur né gamaldags heldur töff og svalur. Annars er texti hans með köflum kunnáttulegur og að mínum dómi skemmtilegur. Sér í lagi getur Ólafi tekist að skrifa samtöl sem sum hver eru nöturlega raunsönn n Lengri er umsögnin um bók Ólafs ekki. Og er lesandinn einhverju nær? Þekktasti gagnrýnandi Morgunblaðsins er vafalaust Jóhann Hjálmarsson. Til eru þeir sem kafna næstum í blótsyrðum þegar nafn hans ber á góma. Svo eru aðrir sem hafa ekkert nema gott eitt um ritdómana að segja. Með öðrum orðum þá er hann umdeildur maður. Dómar Jóhanns eru nær undantekningarlaust stuttir og yfirvegaðir. Sjaldan skammast og sjaldan hrifist. Stundum læðist reyndar að mér sá grunur að Jóhanni leiðist starf sitt og skrifi dómana út frá ákveðinni formúlu; fyrst fáein orð um skáldið, næst tvær til þrjár setningar um bókina, þá stutt ljóðadæmi og loks lokaorð. Þessi formúla Jóhanns gefst misvel. Oftar en ekki situr lesandinn eftir og er litlu nær um bókina. Og ekki bætir það að sjaldan eru dómarnir ritaðir af ástríðu; tilfinningar Jóhanns 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.