Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 17

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 17
En Jóhann er nú ekki alslæmur. Maðurinn er skáld og skilar það sér að einhverju leyti út í stflinn. Ég man ekki eftir að hafa rekist á klúðurslega setningaskipan hjá honum. En mikið vildi ég sjá meira líf í dómunum; blásið þið vindar. Lífleysi stflsins helst í hendur við skoðanaleysið og er það alls ekki nógu góður kokteill. Það kemur þó fyrir að Jóhann hvessir röddina. Misgóðar bækur Stefáns Snævars hræra í tilfinningum ritdómara. 1988 gefur hann út bókina Stefánspostilla og virðist bókin vera það slæm að jafnvel Jóhann sýnir viðbrögð: Af Stefánspostillu má ráða eins og reyndar fleiri bókum Stefáns Snævars að hann skortir nokkuð dómgreind og þyrfti að fá sér góða leiðbeinendur með áframhaldandi útgáfu í huga ... Galli á ekki stærra kveri er að prófarkalestur ber hirðuleysi vitni. 16 Jóhann Hjálmarsson mætti einnig fá sér góða leiðbeinendur með áframhaldandi gagnrýni í huga. Og það væri við hæfi að hann dreypti af bikar ástríðna fyrir hvern dóm. Fyrir um það bil ári síðan eignaðist Morgunblaðið nýjan ritdómara, Inga Boga Bogason. Ég læt hann sjálfan um að kynna sig: Stíll þessarar litlu ljóðabókar er talmálslegur og óupphafinn. Á móti vegur ríkuleg myndvísi sem oftast er fólgin í beinum myndum sem þó samsvara ekki endilega ytri veruleika. Fantasían er ekki Qarri. 17 Þetta er byrjunin á dómi hans um bók Rögnu Sigurðardóttur. Ef menn eru að skrifa texta sem þeir ætlast til að ókunnugt fólk útí bæ lesi, þá er nauðsynlegt að hefja mál sitt á þann hátt að lesandinn vilji halda áfram. Annaðhvort gleymir Ingi Bogi þessu yfirleitt eða getur það ekki: "myndum sem þó samsvara ekki endilega ytri veruleika" verður að teljast ljót setning og ekki góður inngangur. Það má þó réttlæta hana með því að benda á að í heild sinni er dómurinn ekki góður: 15

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.