Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 18

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 18
...[það] kemur fyrir að litagleðin keyrir allt í kaf. í XIII, sem telur tíu línur, er hrokkið úr einu litabrigði í annað, hver flugeldurinn springur af öðrum og nethimna augans ofmettast. Skipt er úr gráum augum, svörtiun fötum, gráum himni, bleikum kjól yfir í bláa bletti, hvíta handleggi og dökkt hár. Lesandinn blindast. Hvers vegna í ósköpunumbirtir maðurinn ekki ljóðið í heild sinni úr því hann er svona pirraður yfir því. Hvernig á sá sem hefur ekki bókina fyrir framan sig að dæma um hvort Ingi Bogi hafi rétt fyrir sér eður ei? Þetta litaflæði gengur kannski glimrandi upp í því samhengi sem það er í. Ég virði þó við hann að hann gerir þarna tilraun að lífga stíl sinn við með skáldlegu orðarfari: "og nethimna augans ofmettast". En tilraunin misheppnast bara. Þetta er nykruð mynd. Ingi Bogi vakti snemma mikla athygli með skrifum sínum. Ekki þó á jákvæðan hátt; hann var sakaður um hroðvirknisleg vinnubrögð og sleggjudóma. Það eru ekki góð meðmæli með ritdómara. Á síðasta ári gaf fsak Harðarson út bókina Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru. Ingi Bogi var ekki par hrifinn af bókinni, eins ogyfirskrift dómsins "Misjöfn aflabrögð" i8 gefur til kynna. Það var þó ekki skoðun hans sem hreyfði svona við mönnunum heldur framsetningin: í þagað upp úr svefni er niðurstaðan t.d. einum of einföld - of fimmaurabrandaraleg. Einhver gæti hlustað gæti skrifað allt niður ... Til dæmis ég Kristján Kristjánsson, rithöfundur, skrifaði andsvar við dómnumi9 og benti þar réttilega á að Ingi Bogi tæki þessar línur úr öllu samhengi og afskræmdi hugsun ljóðsins. Og hann heldur áfram að varpa fram fullyrðingum án þess að kæra sig um að rökstyðja þær: 16

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.