Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 21

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 21
náttúrulega samtímanum ekkert við. Það vantar ljóð fyrir alþýðuna. Þess vegna, segir Eysteinn, er bók Ingibjargar Haraldsdóttur -Nú eru aðrir tímar - góð: Styrkur bestu ljóðanna hér liggur að mínum dómi í skírskotunum [sem] vísa beint til efna sem vænta má að venjulegum dæmigerðum fslendingum fmnst að sér komi við. Af þeim ástæðum er sitthvað hér sem verður að teljast lífvænlegt. Þarna er til dæmis ljóð um Breiðholtið í Reykjavík, annað um útsýn yfir borgina, það þriðja um næturhrafna Reykjavíkur og það fjórða um leðurklædda vélhljólamenn. Allt eru þetta efni sem dregin eru beint út úr raunverulegum samfélagsveruleika okkar. 22 Með leyfi; hvaða fyrirbæri er þessi dæmigerði íslendingur? Er það einhvers konar fólk sem horfir út um gluggann á leðurklædda vélhjólamenn í nóttinni? í alvöru; hvers konar þvæla er þetta? Er þá ekkert sálarlíf í "raunverulegum samfélagsveruleika okkar"? (Ég varð að nota gæsalappir...). Eysteinn Sigurðsson getur verið afar klaufskur í fullyrðingum sínum. í dómi sínum um bók ísaks Harðarsonar, Útganga um augað læst, 23 segir hann, að þar sé "enn á ferðinni skáldskapur sem lofar góðu." Nú er algengt að segja að skáld séu efnileg og lofi góðu, en að skáldskapurinn geri það er hins vegar annað mál. Ungt skáld á eftir að þroskast og breytast en skáldskapur sem er kominn á blað er og verður, breytist ekki. Þetta er því ákaflega undarleg setning. 1989 gefur Gyrðir Elíasson út ljóðabókina Tvö tungl. Miðað við ljóðbókina sem kom á undan, Blindfugl/Svartflug, er orðin kúvending á stíl og yrkisefni. Skáldið sem hafði dvalið í undirheimum gleðst yfir því að dvelja ofanjarðar. Eysteini tekst hins vegar að sjást yfir breytinguna: í þessari nýju ljóðabók verður þó ekki annað sagt en Gyrðir haldi í stórum dráttum áfram á keimlíkum brautum og hann hefur verið á til þessa. Hér er naumast nokkur meginbreyting sjáanleg frá því sem áður hefur verið. Ljóðin hér eru innhverf... 24 19

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.