Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 22
Síðan rekur hann efnistök skáldsins og enn og aftur kvartar hann
yfir efnisvali sem "verður að teljast... heldur einlitt og fábrotið."
Gyrðir dvelur of mikið við hugmyndarheim barnsins, segir
ritdómarinn, og það er ekki nógu gott, því:
Börn eru ágæt, en flest börn verða nú einhvern tímann fullorðin.
Og þá fara þau að hugsa öðruvísi en áður.
Ætli menn að ná marktækum árangri sem skáld þá geta þeir ekki
endalaust leikið sér með eitt saman hugmyndarflug barna. Þeir
verða eiginlega að gera það sem venjulega er kallað að komast
til fulls þroska. Að minnsta kosti ef þeir ætla sér að gera eitthvað
að ráði af því að setja saman bækur handa fullorðnu fólki.
Og sami ritdómari sagði um "barnabókina" Gangandi íkorna
að það væri kannski þokkaleg bók, en bætti við að röskur
höfundur hefði nú getað gert betur.
Eins og mönnum er efiaust farið að gruna, þá er álit mitt á
ritdómaranum Eysteini ekki mikið. Það eina sem ég get huggað
mig við er að maðurinn skrifar í Tímann; blað sem flestir gleyma
reglulega að sé til þar til þeir lenda á ýmiskonar biðstofum.
sjö
Og þá er það Þjóðviljinn. Fyrstan af þremur ritdómurum kalla
ég fram Magnús Gestsson.
Magnús er, eins og margir gagnrýnendur, skáld. Og dómarnir
bera þess merki, en því miður í neikvæðum skilningi. Þar á ég við
skort á yfirvegun og rökhugsun, tilfinningar ráða ríkjum; það
mætti sprauta smá fræðimanni í hann. En tilfinningamönnum er
gjarnt að taka afstöðu sem og Magnús oft gerir. Ef honum finnst
bókin slæm, þá segir hann það hreint út. Sama hvort um er að
ræða fyrstu bók höfundar eður ei:
Þessi ljóðabók biður mann ekki að taki sig upp og vísa ég þar til
bókakápunnar sem er ein sú ljótasta sem ég hef séð. 25
Þannig byrjar dómur hans um bók Bjarna Bjarnasonar,
Upphafið. Síðan birtir hann ljóðdæmi og fellir dóma:
20