Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 23

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 23
Efnistökin í þessu broti eru ákaflega klisjuleg og svo er um allan bálkinn sem þekur tuttugu blaðsíður ... í bókinni er aðeins eitt ljóð sem eitthvað er spunnið í en það heitir Myrkurmál: Allt fer eftir styrk ljósgjafans líka þykkt myrkursins nei Allt fer eftir þykkt myrkursins líka víðátta ljósmálsins nei Allt fer eftir... Þetta eru góð vinnubrögð, taka afstöðu og rökstyðja. En því miður er ekki oft hægt að hrósa Magnúsi. Stundum virðast dómarnir unnir í flaustri; hugsunin er brotakennd og dómurinn því leiðinlegur aflestrar eða skrifaður á stund hrifningar þegar engin fjarlægð er á bókina. Dæmi um hið síðarnefnda eru skrif hans um Einnar stjörnu nótt eftir Óskar Árna Óskarsson. 26 Nú er ég að vísu sammála ritdómaranum um að bókin sé góð, en hún er ekki fullkomin frekar en aðrar bækur. Magnús lætur hins vegar eins og önnur eins bók hafi varla verið skrifuð: Helst vil ég... að blaðið prenti allan fyrri hlutann og Óskar verði frægur á einni nóttu. En það er sennilega vonlaust á tímnm samdráttar. Þess vegna ætla ég að velja nokkur kvæði úr bókinni. Síðan birtir hann dæmi, og: "Hér er engu ofaukið. Þetta er dásamlegur texti." Og dómnum er lokað með þessum orðum: Einnar stjörnu nótt er yndisleg bók og ég tek ofan fyrir Óskari. Það ættu fleiri að gera. Kápumynd Sigulaugar Elíassonar er góð. Hrifnæmi er nauðsynleg, en því miður sjaldséð, í ritdómum. En mennverða að haldajarðsambandinu. 21

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.