Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 24
Á stíl Magnúsar er ekki hægt að sjá að skáld haldi á penna.
Aldrei glittir í setningar hjá honum sem eru þess virði að hafa
eftir. Og þegar brotakennd framsetning leggst ofan á er útkoman
í mínus.
Af einhverjum ástæðum er Magnús sammála mörgum
kollegum sínum í því að upptalning á titilum gefi góða mynd af
bók:
Þriðji og síðasti kaflinn nefnist Áköll. Þar er skipt um takt;
einsemd, þunglyndi og vetur eru að baki en ást, konur og unaður
kynlífsins koma til skjalanna, þótt þeir þættir eigi sínar dökku
hliðar eins og fram kemur í kvæðunum Seinna, Hljóð,
Orðsending, Komstu... Auk þess vil ég nefna ljóðin Ást, Kynni,
Meðan þú sefur og Rúm við glugga. 27
Eins og fram hefur komið þá sé ég engan tilgang með þessu
nafnakalli. En því miður álítur Magnús það gegna einhverju
hlutverki:
Náttúra ljóðsins er Berglindi hugstæð og má þar nefna Kvöldljóð,
ljóðlausn, Ljóð og Ljóð um það sem er. Þessi kvæði gætu orðið
leikmönnum hvatning til kyrrlátrar hugleiðslustundar um eðli og
tilgang skáldskapar. 28
Hérna veit maður varla hvort sé við hæfi að gráta eða hlæja:
"hvatning til kyrrlátar hugleiðslustundar.." Þetta er ekkert annað
en barnalegt klisjukennt bull. En það eru fleiri skemmd epli í
þessum dómi:
í bókinni er eitt ljóð sem ég efast um að falli fullkomlega að
heildarmyndinni en það er "Úr viðtengingarhætti nútíðar" á s. 23.
Þó kann að vera að ég hafi rangt fyrir mér. Orðalagi á einum eða
tveimur stöðum mætti breyta þó málvenja hvers og eins ráði að
mestu um endanlega gerð.
Þetta er alls ekki nógu gott. Þó getur verið að ég hafi rangt fyrir
mér. Annars fer það eftir skoðunum hvers og eins... í alvöru, hvað
á svona fíflagangur að þýða? Ég ráðlegg Magnúsi í fyllstu
22