Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 28
Þessi kenning nær vitanlega ekki til þeirra nýliða sem nær
einvörðungu hafa lesið ljóð eftir sjálfa sig. Steinar Jóhannsson
sagði frá þvf í viðtali um daginn að Bob Dylan og Ari Gísli
Bragason væru helstu fyrirmyndir hans, en að auki hefði hann
lesið eitt ljóð Sigfúsar Daðasonar. Það hæfir manni ágætlega að
deyja, sér til mikillar ánægju.
Þeir Bob og Ari Gísii eru alls góðs maklegir en nokkur fleiri skáld
mætti ungur höfundur samt lesa sér til gagns og gamans. Til að
mynda Sigfús Daðason umfram þetta eina ljóð. Hér er þess að
gæta að Steinar Jóhannsson hefur greinilega mikla unun af því
að setja saman ljóð og í sjálfu sér engin ástæða til að raska þeirri
ánægju með því að neyða hann til að lesa nokkur vel valin skáld.
Nema þá helst hann ætli sér sæti á skáldabekk.
Það er skemmst frá því að segja að af um þrjátíu ljóðum í bókinni
eru sárafá sem eitthvað er varið í... Mestanpart er skáldskapurinn
rislítill og tíðindaleysið er allsráðandi.
Eflaust kynnu margir að setja hér út á kaldhæðni ritdómarans;
hér eru orð sem stinga og glotta illþyrmislega. En undirritaður
er líklega vondur maður og hefur gaman af.
Dómar Hrafns eru mislangir; sumir ekki undir hálfri síðu, aðrir
töluvert styttri. Ef bókin er góð, að áliti ritdómarans, þá teygist
úr dómnum. Þannig er umfjöllunin um bók Matthíasar
Jóhannessens, Dagur af degi, í lengri kantinum.34 Hrafn hrífst
af bókinni, enda allgott skáld bak við hana. En þrátt fyrir
hrifningu og greinilega virðingu fyrir skáldinu, þegir hann ekki
yfir því sem honum þykir miður:
Þannig er litanotkun hans á stundum truflandi, jafn flinkur málari
þarf ekki að hlaða um sig orðum eins og seglhvítur, kviðgulur,
fjallhvítur, klógulur, vængblátt, auðnarhvítt, laufgrænt,
hrafnblátt, haustrautt svo dæmi séu tekin af handahófi - án þess
að með því sé lagður dómur á kvæðin sem þau eru tekin úr.
Nú verð ég líklega að grafa eftir göllum hjá Hrafni; menn gætu
annars farið að hvískra um mútur, vinatengsl eða þess háttar.
Hrafn á það til að vera fljótfær, gengur full rösklega fram í því
að skrifa dóminn. Sem dæmi nefni ég gagnrýnina um bók Gyrðis,
Tvö tungl.35 Að mörgu leyti er þetta glimrandi dómur. Hann
rekur feril skáldsins og tekst að draga upp góða og skýra mynd af
26