Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 29

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 29
fyrri bókunum. Síðan fer hann út í Tvö tungl og er vægast sagt jákvæður. Það er að vísu ekki vítavert, langt í frá, enda Gyrðir með fína bók. En það er eins og einhver sagði við mig; Hrafn sér ekki út fyrir hrifningarmóðuna: Af öllum bókum jólavertíðarinnar beið ég nýrrar ljóðabókar Gyrðis Elíassonar með mestri eftirvæntmgu... eftirvænting mín var... sprottin af því, að ég þóttist vita að í nýrri bók myndi Gyrðir fara aðrar slóðir en áður. Og mikið rétt, Gyrðir fór aðrar slóðir og Hrafn í skýjunum, missir allt jarðsamband. Afleiðingin er lofsöngur, skemmtilega skrifaður að vísu, en óneitanlega einlitur. Svo virðist sem bókin sé gallalaus og lokaorð dómsins eftir því: "Þessi bók er tvö tungl, þrjár sólir og fjórar stjörnur." Ráðlegg Hrafni að staldra stundum við og flýta sér aðeins hægar en mjög hratt. Heimurinn breytist ekkert voðalega mikið dag frá degi. Nú er ég búinn að skamma Hrafn, en hann má ekki taka það persónulega. Og það sama gildir um mishæfileikaríka kollega hans. Heimildaskrá: 1. Örn Ólafsson: "Að risi gangi um garð". DV, 13. janúar 1989. Um "Lágt muldur þrumunnar". 2. Örn Ólafsson: "Bjartur dagur", DV, 8. desember 1989. 3. Örn Ólafsson: "Flatneskja", DV, 6. september 1986. 4. Örn Ólafsson: "Flogið frá skáldskapnum", DV, 4. mars 1988. Um "Hraðar en ljóðið" 5. Kjartan Árnason: "Við lífsins blá haf', DV, 14. október 1989. Um "Vogrek" 6. Kjartan Árnason: "Svanasöngur á heiði", DV, 6. október 1989. Um "Steiktir svanir" 7. Kjartan Árnason: "Feðgin kveðja", DV, 21. maí 1990. 8. Kjartan Árnason: "Ást, þögn og von". DV, 31. október 1989. Um "Stundir úr lífi stafrófsins" 9. Erlendur Jónsson: "Draumur um borg", Morgunblaðið, 19. ágúst 1986. 10. Erlendur Jónsson: "Eftir komu páfa”, Morgunblaðið, 1. október 1989. Um "Stjörnurnar í hendi Maríu" 11. Erlendur Jónsson: "Skoðanir og skáldleg tilþrif', Morgunblaðið, 5. desember 1989. 12. Jóhann Hjálmarsson: "Andleysið verður yrkisefni". Morgunblaðið, 18. febrúar 1989. 27

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.