Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 36

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 36
Konan: Já, fólk þorir ekki eða hefur ekki hug á því að koma hingað út af þessu máli með stelpuna fyrir ofan. Svo hefur þetta verið blásið svo upp í blöðunum af því að hann var þetta þekktur maðurinn. Eins og þetta komi eitthvað minni íbúð eða mér við? Annars hefði ég alveg getað trúað stelpunni henni ísbjörgu til að gera eitthvað þessu líkt. Alltaf svo hortug og góð með sig, það lá við að hún ræki út úr sér tunguna þegar ég mætti henni stundum á ganginum. Nei, annars ég segi bara svona, má ekki bjóða þér meira? Stúlkan: Jú takk, þær eru alveg sérstaklega góðar, þú ert greinilega alveg snillingur... Konan: Hvaða vitleysa... annars finnst mér þetta alveg agalegt fyrir aumingja mömmu hennar, hana Þórhildi. Hún er svo vel að Guði gerð, og hefur þurft að þola mjög margt og síðan þetta. Ég ætla bara rétt að vona að hún brotni ekki saman aftur, aumingja konan... það sem hún þarf ekki að ganga í gegnum. Einn morguninn kom hún að manni sínum þar sem hann hafði bundið enda á líf sitt á alveg hræðilegan hátt, skorið sig á púls og lá í blóði sínu. Stelpan hafði komið fyrst að honum, hún ataði sig alla í blóði hans og sofnaði síðan ofan á pabba sínum. Þarna hefði nú átt að sjást hversu afbrigðileg hún er. Aumingja konan, önnur eins aðkoma, þá brotnaði hún alveg saman greyið hún Þórhildur. Þetta var líka allt svo erfitt ein með átta ára barn á skúringalaunum ... æi þetta er allt svo erfitt. Mér var reyndar aldrei neitt sérstaklega vel við hann Guðmund, manninn hennar. Veit ekki alveg af hverju eins og hann var nú fallegur maður, sérstaklega þegar hann brosti. Hann var bara stundum svo furðulegur, dálítið eins og harðstjóri við hana þó hann væri nú oftast mjög góður við hana. Hún elskaði hann alveg óstjórnlega, sá ekki sólina fyrir honum svo þetta var mikið áfall. Það var eins og hún missti allan svip í andlitinu. Já öllum líkamanum. Hún hætti meira 34

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.