Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 39

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 39
Maöur: Jæja... Fékkstu hana loks til þess að játa? Pétur: ... Já. MaðunÞað var mikið að hún gaf eftir ... Hún er harðari en andskotinn. Ég vissi þó alltaf að við myndum ná henni að lokum. Það var spurning um tíma, ekki satt? Er hún ekki eitthvað skrýtin? Hún er eitthvað skrýtin er það ekki? Pétur: Nei. Maður: ... Ætlarðu að verja hana? Pétur: Þetta var ekki eins og allir héldu. Maður: Hvað áttu við? Pétur: Hún drap hann ekki með köldu blóði eins og haldið hefur verið fram alls staðar. Það er löng saga á bak við, sem enginn veit. Maður: Hver var þá ástæðan? Pétur: Ég veit ekki hvort það sé nokkuð betra þótt sannleikurinn komi fram. Það ýfir allt upp. Ég veit ekki hversu nauðsynlegt það er. Henni er alveg nákvæmlega sama um dóminn, nákvæmlega sama ... (Hann) skiptir hana engu máli ... Ég veit ekki hvað ég á að gera, hvernig ég á að verja hana. Eina leiðin til að fá hana sýknaða er að segja sögu hennar. Hún kemur við marga ... Henni er alveg sama um dóminn. Hún sagði það allan tímann og ég fann það skýrt. Maður: Alveg sama ... svo segirðu að hún sé ekki skrýtin. Það getur engum staðið á sama... Af hverju vildi hún þá fá lögfræðing? 37

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.