Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 45

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Síða 45
Tilbrigði við Tígrísdýr eftir Frans Kafka eftir Eirík Guðmundsson Um hvað er þessi saga? Hún er um tígrisdýr. Hvaða tígrisdýr? Bara eitthvað tígrisdýr. Hvað kemur fyrir þetta tígrisdýr? Það er sent í tamningu. Hver ætlar að temja tígrisdýrið? Hinn frægi Burson dýratemjari sem vill vera einn með dýrunum þegar hann hittir þau í fyrsta skipti. Hvar á að temja tígrisdýrið? í æfingabúrinu sem er á stærð við samkomusal. Hvar er æfingabúrið? Það er langt utan við bæinn. Hvaða bæ? Ég veit það ekki. Hvað skeður svo? Tígrisdýrið sofnar skyndilega þegar Burson dýratemjari er að skoða það, enda nýbúið að borða. Endar sagan svona? Já, hún endar bara svona. Er þetta skemmtileg saga? Já, nei, jú, hún er ágæt. Hvers vegna? Æi, það er of langt mál að fara út í það. Hún er allavega ekki leiðinleg? Nei, hún er ekki leiðinleg. Af hverju er hún ekki leiðinleg? Ja manni leiðist allavega ekki á meðan maður les hana af því að hún er svo stutt. Gætirðu hugsað þér að lesa hana aftur? Já, tvímælalaust. En tvisvar í viðbót? Já já af því að hún er svo stutt og svo er hún líka ágæt. Finnst þér Burson dýratemjari vera skemmtileg persóna? Já já, hann er ágætur, annars veit maður frekar lítið um hann. Deyr tígrisdýrið í lok sögunnar? Nei, andskotinn, það bara sofnar. Gætirðu hugsað þér að lesa söguna þrisvar í viðbót? Já ætli það ekki, maður les nú annað eins. Heldurðu að Burson dýratemjara takist að temja tígrisdýrið? Það er ómögulegt að segja. Maður getur ekkert fullyrt um það. Hvar var tígrisdýrið áður en það var fært til Bursons dýratemjara? Ég veit það ekki. Gætirðu hugsað þér að lesa þessa sögu íjórum sinnum í viðbót? Já, kannski á tveimur dögum. Eftir hvern er sagan? Hún er eftir einhvern Franz Kafka. Hver er þessi Franz Kafka? Æi hann var gyðingur og skrifaði sögur eins og til dæmis þessa um tígrisdýrið sem fór í tamningu hjá Burson dýratemjara en svo sofnaði það skyndilega. 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.