Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 46

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 46
Félagslegt raunsæi I Vorið sem veturinn gekk í garð strauk svanurinn burt úr draumi mínum og stefndi stefnulaust frammúr sjálfum sér lengra lengra inní nóttina. Hamur minn var í vöku líkami með hjarta á stærð við batterí sem bláæðarnar lögðu leið sína framhjá. Andardráttur óreglulegur. Vorið sem veturinn gekk í garð reis ég einungis uppfrá dauðum í svefni og sá ekkert nema starra sem settust þúsundum saman á andlit mitt. Þeir særðu fram holgóma stúlku með vængi sem öskraði agh agh agh agh agh agh. Vorið sem veturinn gekk í garð vaknaði ég í hvítum náttserk og sá svaninn liggja bakvið brjóstvörn dagsbirtunnar í sýningaskáp náttúrugripasafnsins. Andardráttur minn gerði hann ósýnilegan allt nema augun nema augun mín sem störðu á mig steinrunnin. Vorið sem veturinn gekk í garð var sumarið sem sumarið kom ckki. 44

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.