Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 53

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 53
sögunni hafa fyllt mig efa. Er eins komið fyrir mér og Onnu Deisí í eyðimörkinni? "Það er úti um Önnu Deisí. Að vísu liggja spor hennar um sandinn, en þau líkjast bréfanámskeiði í tangó eftir Rúdólf Valentínó og engum ætlandi að rekja þau." (bls. 205) Og enginn prins til að bjarga mér! RAUNIR RITHÖFUNDAR 4 Saga rithöfundarins er sögð í 1. persónu. Hún er mun fyrirferðarminni en sagan um Önnu Deisí og andstætt heildstæðri atburðarkeðju sögunnar um Önnu byggir saga rithöfundarins á frjálslega tengdum brotum. Brotabyggingin einkennist af stflblöndun, ýmist eru það bréf, samtöl, eintöl og leikrit. Brotin endurspegla ýktan hversdagsleika. Þau eru nokkurs konar spjall um lífið og tilveruna, og þá sérstaklega söguna um Önnu Deisí sem rithöfundurinn er að skrifa. Saga rithöfundarins vísar sterkt í raunveruleikann. Auður Haralds notar sér mjög meðvitað ímynd sína og þörf lesanda fyrir "sannar" sögur. Lesandinn þarf ekki að túlka sögu rithöfundarins sem dulbúna ævisögu því Auður sjálf er fyrirmyndin og því er hvergi leynt. Anna Deisí verður aðeins týpa á meðan rithöfundurinn verður fyrir lesandanum Auður Haralds manneskja af holdi og blóði, kunnugleg úr fjölmiðlum. Líf þessara tveggja aðalpersóna er mjög ólíkt. Anna Deisí lendir í æsispennandi ævintýrum á hverri blaðsíðu en rithöfundurinn er í kaupfélaginu, hjá tannlækni, að rífast við börnin eða að vélrita. Þó gerir frásagnarmátinn það að verkum að ævintýri Önnu verða litlaus í samanburði við "ævintýri" rithöfundarins sem endurspegla spaugilegar hliðar daglegs lífs án nostalgíu eða draums um heim sem er öðruvísi. Tungumálið í sögu rithöfundarins er í talmálsstfl og það ásamt 1. persónu frásögninni skapar nálægð. Auður notfærir sér slettur 51

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.