Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 54

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 54
og ambögur til að gera málið sem hversdagslegast. Þó finnst mér tungumálið í sögu rithöfundarins gera það að verkum að andstæðan við sögu Önnu Deisíar verður ekki nógu sterk. Sundurlaust brotaformið nægir ekki til að túlka brotakenndan raunveruleika þegar tungumálið lýtur hefðbundnum, röklegum lögmálum. í sögu rithöfundarins gerir Auður mikið af því að túlka söguna um Önnu Deisí og láta vita af því að hún sé ekki hefðbundinn reyfari heldur skopstæling. Þó keyrir um þverbak þegar hún tekur að útskýra brandara sína innan sviga. Tilhneiging Auðar til að koma til móts við lesandann gengur þannig út í öfgar og fýndni hennar verður stundum ansi örvæntingafull: "Hann:Eigum við ekki að koma hér inn og máta pennan kjól?" "Ég:Viö? Hefurðu hugsað þér okkur í eins kjólum? Er það ekki fiilllangt gengiðþótt samband okkar sé gott?" (159) "/ miðbce Rómar er heimsfrœgt kaffihús El Greco. Öldum saman (tvær aldir hlið við hlið) var það samkomustaður lista og menntamanna. Þar var hugsað og skeggrœtt (flestir eru með skegg á eldri myndunum)" (106) í sögu rithöfundarins fer fram opinber umræða um mótsagnakennt eðli bókmenntanna: "Heldur afþví að þær eru sköpunarverk okkar, þá þarf hver hugsun þeirra ogathöfn að vera rökrétt, ífullu samrœmi við hegðun þeirra fram aðþessu. Þessikrafaeraldreigerðá alvörufólk, endagætiþað ekki staðið undir henni." (44) "... að tímamir hafa breyst svo, að fólk sem er á samningi við að Ijúga að neytendum sínum má eiginlega ekki verða uppvíst að því að Ijúga. Það er að segja, Ijúga eigum við, en við eigum að gæta þess að sögupersónur okkar verði svo fiatar og dúðaðar hversdagsleika að lesandanum detti hvergi í hug að um skáldskap sé aðræða." (93) Saga rithöfundarins, svo og bókin öll, endurspegla erfiðleika nútímarithöfundar, togstreitu nýsköpunar og hefðar, rithöfundar og lesanda. Nýsköpun hans felst í endurvinnslu, að skoða hefðina 52

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.