Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 57

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 57
"En slík sjálfsvitund beinist einnig að þeim hefðbundnu formum sem unnið er með, t.d. framangreindum formúlubókmenntum, og þar kemur berlegast í ljós að leikurinn með lesandanum grundvallast á íróníu. Hér komum við aftur að því sem sumum finnst vera aðal póstmódernismans: að hann leiði mikilvægar hefðir fram á sjónarsviðið en grafi jafnframt undan hæfni þeirra til að skýra veruleikann." 5 BÓKMENNTIR OG HÁRNÆRING Það er sjálfsvitund verksins sem ruglar lesandann, samanber bókmenntagagnrýnendur dagblaðanna: "Það er eiginlega ekki hægt að ritdæma þessa bók Auðar Haralds. Það er vegna þess að Auður fer ekki eftir neinum normal leiðum þegar hún skrifar söguna." 6 "Það veldur heilabrotum og kemur út augnskuggapokum að ætla sér að skrifa skipulega um þau forkostulegu ævintýri sem hin saklausa stúlka Anna Deisí lendir í." 1 Þó að reynt sé með öllum hætti að láta lesandann standa í þeirri trú að bókin sé aðeins fyndin skemmtilesning og beri ekki nein merki listræns metnaðar, þá aðgreinir sjálfsvitundin Ung, há, l'eig og Ijóshærð frá lélegum söluvarningi. Þeim lesendum sem hrífast af kímnigáfu Auðar og léttleika bókarinnar en eru annars mjög neikvæðir í garð bókmennta er leyft að halda blekkingunni, eða eins og Auður segir sjálf þegar hún líkir bókinni við hárnæringu: "í fjórða lagi er hún eins og hárnæringin sem þeir eru alltaf að auglýsa í sjónvarpinu - hún virkar bara þar sem hárið þarf á næringunni að halda. Menn geta tekið bókina eins og þeir vilja og lesið það úr henni sem hentar þeim best." 7 55

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.