Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 61

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 61
Jón Kaldal CHARLES BUKOWSKI Stutt kynning á höfundi Henry Charles Bukowski fæddist í Þýskalandi 16. ágúst 1920. Móðir hans var þýsk en faðirinn bandarískur, íyrrverandi hermaður sem hafði orðið strandaglópur í Evrópu eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Á árunum 1922-1923, þegar gengishrun þýska marksins var í algleymi, ákvað Bukowski fjölskyldan að flytjast búferlum til heimalands föðurins. Það átti því ekki eftir að liggja fyrir hinum unga Bukowski að verða vitni að uppgangi og falli þriðja ríkisins heldur að alast upp í einu af úthverfum Los Angeles, borginni sem hann hefur búið í svo til allar götur síðan og átti eftir að leika stórt hlutverk í fjölda verka hans. Ekki fer mörgum sögum af uppvexti Bukowski en þó má geta þess að fjölskyldan var ekki vel efnum búin og má ætla að það hafi verið ein ástæða þess að hann sveigði snemma af braut akademískra fræða og skráði sig í háskóla lífsins. Bukowski var 24 ára gamall þegar verk hans fóru fyrst að sjást opinberlega. Um skeið birtust prósaverk hans í ýmsum minniháttar neðanjarðartímaritum í Los Angeles en eftir ár á þeim vettvangi hvarf hann af sjónarsviðinu. Sumir segja að hann hafi hreinlega hætt að skrifa, að minnsta kosti sást ekki stafur á prenti eftir hann í 10 ár. 59

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.