Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 64

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 64
vélritaþauupp fyrir þig." Ég samþykkti og fljótlega var ég kominn með ljóðin til baka, vélrituð. Um þessar mundir leit oft við rauðhærður, að verða sköllóttur maður, sem var með hátt glansandi enni, vandvirkur og vinalegur og stöðugt með dauft glott á vörum. Hann vann sem framkvæmdastjóri skrifstofuhúsgagna-og birgðafyrirtækis og safnaði sjaldgæfum bókum. Hann hét John Martin. Hann hafði gefið út nokkur af ljóðum mínum sem einblöðunga. Á meðan ég sat á móti honum í eldhúsinu mínu, drakk bjór og áritaði einblöðungana skrifaði hann ávísanir fyrir mig. Þetta var upphafið að "Black Sparrow Press", forlags sem fljótlega átti eftir að hefja útgáfu stórs hluta amerískrar avant-garde ljóðlistar, en hvorugur okkar vissi það þá. Ég sýndi John Martin ljóðin sem Thomas hafði vélritað upp eftir segulbandinu fyrir mig. Ég hafði skoðað afritið hans og hann hafði unnið vandvirkt, skekkjulaust starf. John Martin tók ljóðin með sér heim og hringdi í mig nokkrum dögum síðar. "Þarna hefurðu bók og ég ætla sjálfur að gefa hana út." Þannig voru nærri týnd ljóð fundin aftur og prentuð í bókarformi og "Svarti spörfuglinn" (The Black Sparrow) hóf flugið. Ég kallaði bókina "At terror street and agony way." Tilvitnanaskrá (1) Charles Bukowski: Mocking Bird Wish Me Luck, úr ljóðinu "a free 25 page booklet"? Black Sparrow Press. Santa Rosa 1989 (fyrsta útgáfa 1972). (2) Charles Bukowski: Hot Water Music. Black Sparrow Press. Santa Rosa 1987 (fyrsta útgáfa 1983). (3) Charles Bukowski: Burning in Water Drowning in Flame. Black Sparrow Press. Santa Rosa 1986 (fyrsta útgáfa 1974). 62

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.