Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 65
Brian Patten
Játningar Nonna litla
Þennan morgunn
frekar ungur og óvita
fékk ég lánaða vélbyssu sem faðir minn
hafði falið síðan úr stríðinu, fór út,
og útmáði ótal litla óvini.
Síðan þá hef ég ekki snúið heim.
Þennan morgunn
lögregluhópar með sporhunda
reika um borgina
með mynd af mér
stimplaða á heilann, spyrjandi:
"Hefurðu séð hann?
Hann er sjö ára gamall,
hefur gaman af Plútó, Mikka mús
og Jóka birni,
hafiði séð hann, einhversstaðar?"
Þennan morgunn
sit aleinn á ókunnugum leikvelli
muldrandi þú hefur klúðrað þessu,
þú hefur klúðrað þessu aftur og aftur
við sjálfan mig
Hugsa, hvað get ég gert
get ekkert gert,
sporhundarnir þefa mig uppi,
þeir hafa sleikjóinn minn.
Jón Stefánsson og Einar Falur Ingólfsson þýddu úr ensku.
63