Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 73
til þess fallin að skýra sérstöðu táknsæisins. Eitt af þessum
atriðum er óánægja táknsæu höfundanna með þær forsendur
sem lágu skáldritun nýraunsæisins til grundvallar. Það eru að vísu
engar fréttir að ný stefna í bókmenntum sé að einhverju leyti
skilgreind út frá andstöðunni við þá fyrri, hún sé með öðrum
orðum það sem hún er ekki. En bak við þessa óánægju glittir
einnig í óánægju með hlutverk skáldskaparins í þjóðfélaginu.
Skáldskapur nýraunsæisins var að áliti manna eins og Einars
Kárasonar 4 allt of bundinn hinum hversdagslega raunveruleika
og sökumþess yrðu vinnubrögðin flatneskjuleg og metnaðarlítil.
Höfundurinn var ekki að skrifa skáldskap heldur fremur skýrslu
af ástandinu í þjóðfélaginu, hann þurfti ekki að takast á við
miðilinn; tungumálið. Að áliti Einars er skáldskapurinn ekki
félagslegt erindi heldur nýstárleg frásögn sem greinir frá
skemmtilegum og áhugaverðum persónum sem halda
lesandanum við efnið skáldskaparins vegna en ekki sökum þess
að frásögnin forðast að leggja hindranir í götu hans.
Þessi atriði skipta hann því meginmáli í umræðunni um hvað
skáldskapur í raun sé og hvað hann eigi ekki að vera. Það hlutverk
sem hann ætlar skáldsögum sínum og annarra höfunda sem hafa
svipaða afstöðu gagnvart þessari bókmenntategund er að færa
bókmenntunum skáldskapinn aftur. Skáldskapurinn hafi lent í
öðru sæti á áttunda áratugnum og nú sé kominn tími til að hann
taki við fyrsta sætinu aftur. Svipuð sjónarmið koma fram í grein
sem Matthías Viðar Sæmundsson ritaði í tímaritið Storð 5 fyrr á
árinu 1983 og einnig í viðtali sem tekið var við hann þá um haustið
\ tilefni af greininni 6. Meginhugsun bæði greinarinnar og
viðtalsins er sú skoðun Matthíasar að forsendur nýraunsæisins
séu óhæfar til að mynda grundvöll fyrir góðan skáldskap. Til að
mynda slíkar forsendur þarf margt að koma til og fráhvarfið frá
itýraunsæinu eitt og sér skapar þær ekki sjálfkrafa. Það nægir
ekkj að skipta á nýraunsæi fyrir módernisma, að halda fram
merkingarbroti gegn heildsteyptri merkingarmynd, því eins og
Matthías sér glögglega, byggir þróunin ekki á slíkri díalektík.
Aðstæðurnar eins og þær blöstu við um þetta leyti sýndu að
nýraunsæið var að tærast upp innan frá. Höfundar litu á ríkjandi
71