Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 74

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Qupperneq 74
aðferðir til þess að koma raunveruleikanum á framfæri sem ófullnægjandi og tóku því að breyta þeim án þess að varpa sjálfu raunsæishugtakinu fyrir róða. Fremur en að láta andstæðu raunsæis og módernisma lýsa þessari þróun notast Matthías við hugtökin raunsæi og óraunsæi sem ættuð eru frá austurríska rithöfundinum Peter Handke. Samkvæmt Handke er aðferð til að gera raunveruleikanum skil í skáldskap raunsæ þegar henni er beitt í fyrsta skipti en óraunsæ þegar hún hefur verið notuð í annað sinn 7. Þessi hugtök gera því ekki ráð fyrir einni tiltekinni aðferð til að brjóta upp raunsæið, heldur fela þau í sér að allar aðferðir, sama hverjar þær eru, séu nýskapandi svo lengi sem þær eru ekki endurtekning fyrri aðferða. Matthías er því ekki kominn til með að halda því fram að róttæk tilraunaverk séu eini valkosturinn andspænis óraunsæi nýraunsæisins, heldur séu öll verk raunsæ svo lengi sem þau bryddi upp á nýjungum, skapi nýja sýn. En Matthías leggur mjög ríka áherslu á að nýraunsæið sé í eðli sínu óraunsætt því form þess sé staðnað og tungumálið löngu orðið sjálfgefið, líkingamálið sótt í staðnaða hefð. Þar sem tungumálið sé miðlægt í mannlegu samfélagi hljóti formið að standa í miðju höfundastarfsins og sé ekki tekið á því á skapandi hátt hljóti inntakið jafnframt að líða fyrir það, inntakið verði óhjákvæmilega óraunsætt. Þetta atriði í gagnrýni Matthíasar er mjög athyglisvert því það felur í raun í sér að litið er á róttækni hins félagslega erindis nýraunsæju verkanna sem blekkingu, inntak þeirra sé í raun íhaldssamt og borgaralegt. Ástæðan fyrir því er að þeirri ómeðvituðu hugmyndafræði sem fólgin er í tungumálinu; goðsögum nútímans, eins og Roland Barthes nefndi þetta fyrirbæri, er viðhaldið með formum sem ekki skapa neitt nýtt og hún hlúir í raun að slíkum goðsögum, elur á þeim og breiðir yfir þær. Þannig eigi borgaraleg heimssýn greiða leið inn í verkin og þau megi nánast lesa sem birtingarmyndir þessa staðnaða lífsskilnings. Gegn þessari tegund af skáldskap teflir Matthías fram öðru veruleikahugtaki, hugtaki sem fólgið er í möguleika vitundarinnar á skynjun sem er ný á hverju augnabliki en hefur ekki augljósan tilgang eins og hin efnislega heimsmynd nýraunsæisins. Sköpunin er ekki fólgin í því, að áliti Matthíasar, 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.