Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 77

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Side 77
nafnhverfingu (metonýmíu) á þann hátt að myndhverfingin féll á hinn staðkvæma ás en nafnhverfingin á hinn raðkvæma 9. Venjulega felur notkun tungumálsins í sér að einingar sem standa á staðkvæma ásnum eru valdar saman í röð á raðkvæma ásnum en á staðkvæma ásnum standa einingarnar saman á grundvelli líkindameð hvorri annarri. Myndhverfingin byggir því á því að valin eru saman heiti á grundvelli hljóðfræðilegra, merkingarfræðilegra eða annarra samlíkinga sem eru með þeim, en nafnhverfingin hlýst af línulegum tengslum heitanna sem valin eru saman á grundvelli samstæði þeirra. Jakobson lagði áherslu á að bæði þessi mynstur væru alla jafnan virk samtímis hjá venjulegum málnotendum en undir vissum kringumstæðum sé öðrum þættinum gert hærra undir höfði en hinum. Slíkt verður til dæmis áberandi þegar þessi aðgreining myndhverfingar og nafnhverfingar er færð yfir á heilu orðræðurnar sem og önnur táknkerfi en tungumálið, svo sem kvikmyndir eða málverk. Þessi útfærsla getur einnig tekið til meginstrauma bókmenntasögunnar þar sem í þeim er lögð mismunandi mikil áhersla á myndhverfan þátt tungumálsins og þann nafnhverfa. í rómantískum og symbólískum bókmenntum er myndhverfi þátturinn ráðandi þar sem táknin byggja þar einkum á sviplíkingu þáttanna en ekki á samhengi þeirra eins og í raunsæu bókmenntunum, þar sem nafnhverfi þátturinn er ráðandi. David Lodge tengdi þessa kenningu Jakobsons við táknfræðilíkan Roland Barthes þannig að myndhverft og nafnhverft eðli táknanna vinnur ekki aðeins í merkingarkjarnanum heldur einnig í merkingaraukanum 10. Myndhverf eða nafnhverf táknmynd merkingarkjarnans verður því að táknmiði merkingaraukans, sem hefur aðra táknmynd en merkingarkjarninn, og er orðin til á annað hvort myndhverfan eða nafnhverfan hátt. Alls eru því fjórir samtengingarmöguleikar sem lýsa táknvinnslu bæði raunsærra sem táknsærra texta. 1. Nafnhverf táknmynd I orsakar á nafnhverfan hátt táknmynd II. 2. Nafnhverf táknmynd I orsakar á myndhverfan hátt táknmynd II. 75

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.