Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 78
3. Myndhverf táknmynd I orsakar á nafnhverfan hátt
táknmynd II.
4. Myndhverf táknmynd I orsakar á myndhverfan hátt
táknmynd II.
Raunsæ frásögn styðst aðallega við tvö fyrstu atriðin þar sem
öll tákn innan hennar öðlast merkingu vegna sambands þeirra
við önnur tákn út frá nálægð þeirra í tíma og rúmi.
Vart þarf að lesa lengi í Einkamálum Stefaníu til að sjá að
verkið er fyrirtaksdæmi um slíka raunsæisfrásögn, nánar tiltekið
raunsæisfrásögn af fyrstu gerðinni sem hér var upp talin.
Táknmið eins og "borga skuldir", "vfxill", "Iðnaðarbankinn" og
"reikningur" (öll tekin af blaðsíðu 102) leiða af sér táknmyndir í
merkingarkjarnanum sem viðtakandinn flokkar sem tákn er vísa
á samtímaveruleikann í kring um hann, en þessi tákn verða aftur
að táknmiðum innan merkingaraukans þar sem táknmyndirnar
standa á nafnhverfan hátt fyrir erfiðleika, amstur og vandræði.
Táknmyndir verksins mynda því samhengi innan textans sem
virðist vera raunsönn eftirmynd veruleikans og leiðir af sér
merkingarauka sem eru félagsleg vandamál af einhverjum toga.
í hinni hversdagslegu orðræðu er komið til skila mynd af Stefaníu
sem þolanda hins karlstýrða samfélags og þessi mynd er sett fram
á þann hátt að um veruleikann sjálfan virðist vera að ræða.
Veruleikablekkingunni er haldið við bæði í merkingarkjarna
sem merkingarauka, og því virðist merkingarheimur verksins
vera heill þar sem þær aðstæður sem skapa persónunum örlög
liggja Ijóst fyrir. Með þessu móti ryður verkið úr vegi þeim
túlkunarerfiðleikum sem fyrr var talað um að nýraunsæið hefði
reynt að úthýsa og opnar þar með merkingu textans fyrir
lesandanum. Samtíminn er gerður að viðmiði allra atburða og
persónu í verkinu og reynt er að miðla mynd hans vöflulaust til
lesandans, þannig á að geta samsamað sig textanum í krafti
hliðstæðna hans og textans. Engin rækt er lögð við að skemmta
lesandanum beinlínis eða halda honum við efnið með þeim
ráðum sem til þess þarf, en treyst er á að hið einfalda mál og hin
augljósa merking nægi til að koma á og viðhalda sambandi við
76