Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 78

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 78
3. Myndhverf táknmynd I orsakar á nafnhverfan hátt táknmynd II. 4. Myndhverf táknmynd I orsakar á myndhverfan hátt táknmynd II. Raunsæ frásögn styðst aðallega við tvö fyrstu atriðin þar sem öll tákn innan hennar öðlast merkingu vegna sambands þeirra við önnur tákn út frá nálægð þeirra í tíma og rúmi. Vart þarf að lesa lengi í Einkamálum Stefaníu til að sjá að verkið er fyrirtaksdæmi um slíka raunsæisfrásögn, nánar tiltekið raunsæisfrásögn af fyrstu gerðinni sem hér var upp talin. Táknmið eins og "borga skuldir", "vfxill", "Iðnaðarbankinn" og "reikningur" (öll tekin af blaðsíðu 102) leiða af sér táknmyndir í merkingarkjarnanum sem viðtakandinn flokkar sem tákn er vísa á samtímaveruleikann í kring um hann, en þessi tákn verða aftur að táknmiðum innan merkingaraukans þar sem táknmyndirnar standa á nafnhverfan hátt fyrir erfiðleika, amstur og vandræði. Táknmyndir verksins mynda því samhengi innan textans sem virðist vera raunsönn eftirmynd veruleikans og leiðir af sér merkingarauka sem eru félagsleg vandamál af einhverjum toga. í hinni hversdagslegu orðræðu er komið til skila mynd af Stefaníu sem þolanda hins karlstýrða samfélags og þessi mynd er sett fram á þann hátt að um veruleikann sjálfan virðist vera að ræða. Veruleikablekkingunni er haldið við bæði í merkingarkjarna sem merkingarauka, og því virðist merkingarheimur verksins vera heill þar sem þær aðstæður sem skapa persónunum örlög liggja Ijóst fyrir. Með þessu móti ryður verkið úr vegi þeim túlkunarerfiðleikum sem fyrr var talað um að nýraunsæið hefði reynt að úthýsa og opnar þar með merkingu textans fyrir lesandanum. Samtíminn er gerður að viðmiði allra atburða og persónu í verkinu og reynt er að miðla mynd hans vöflulaust til lesandans, þannig á að geta samsamað sig textanum í krafti hliðstæðna hans og textans. Engin rækt er lögð við að skemmta lesandanum beinlínis eða halda honum við efnið með þeim ráðum sem til þess þarf, en treyst er á að hið einfalda mál og hin augljósa merking nægi til að koma á og viðhalda sambandi við 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Torfhildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.