Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 84

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 84
til framleiðslu á öðrum vélum, en þriðja stigs kapítalisminn er talinn hefjast með framleiðslu á raf- og kjarnorkuknúnum vélum á fimmta áratugi þessarar aldar. Þær vélar sem hafa hins vegar aðallega einkennt þetta stig kapítalismans eru tæki sem þjóna nýrri mynd kapítalismans sem ekki er, eins og oft er haldið fram, mynd þjóðfélags án stéttarbaráttu og endalok hefðbundis kapítalisma, heldur þvert á móti mynd enn hreinni kapítalisma en áður þekktist. Fjármagnið hefur nú lagt undir sig svið í þjóðfélaginu sem áður voru tiltölulega ósnortin af því, og hefur gert þau að neysluvöru og þessi þróun birtist hvað gleggst í útþenslu fjölmiðla- og auglýsingaiðnaðarins. Þær vélar sem þessi iðnaður þarfnast eru ekki hinar "dýnamísku" vélar fútúrismans, hinn glæsti bíll og hin tignarlega vélbyssa, heldur eru það iyrst og fremst vélar sem ætlaðar eru til fjöldaframleiðslu á hráefni sem er í raun eftirmynd týndra frummynda. Sjónvarpstækið tjáir ekki á sama hátt og hraðlest sín innri einkenni, heldur inniheldur það aðeins yfirborð flatrar myndar. Þessar nýju framleiðsluaðstæður í samfélögum eftirstríðsáranna hafa að sjálfsögðu haft áhrif á listina, listframleiðslan ber óneitanlega merki ríkjandi framleiðsluferla í þjóðfélaginu. Listræn tjáning hneigist því til þess að fjalla á einhvern hátt um slík fjöldaframleiðsluferli, listaverkið er um framleiðslu og fjöldaframleiðslu eftirmynda. Uppbygging söguheimsins verður hins vegar ekki skýrð sem fjöldaframleiðsla eða sem afurð fjöldaframleiðsluferla, nema í þeim tilvikum þar sem sagan er beinlínis skoðuð sem texti sem vitnað er í eftir þörfum. Það er hins vegar annar þáttur sem tilheyrir söguheiminum, það er sambandið við lesandann, sem líta má á sem hluta af þeim aðstæðum er ráða framleiðslu í hinum gjörvalla kapítalíska heimi. Eins og áður sagði er sambandinu við lesandann komið á með söguheiminum í táknsæu verkunum og haldið við með nafnhverfri táknvinnslu textans. í raun er það því afleiðing af söguheiminum en um leið er það skilyrt af framleiðsluafstæðum í þjóðfélögum þriðja stigs kapítalisma. Því er komið á með hliðsjón af markaðsgildi listarinnar, en það sem hefur gerst í millitíðinni (og þarf alls ekki að vera neikvætt) er 82

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.