Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 5

Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 5
T I T I L S í Ð A Framtíð verkfræðinga, eins og flestra annarra starfstétta, byggir á stöðugu efnahagslífi og velsæld. Ástand atvinnulífsins er þó ekki alltaf eins og á verður kosið. Ekki er langt síðan markaður verkfræðinga mettaðist í fýrsta skipti hér á Islandi og hélst það ástand í nokkurn tíma. Lægðir í efnahagslífi og framkvæmdum þurfa þó ekki að vera neikvæðar að öllu leyti, heldur geta þær leitt til aukins frumkvæðis og framfara. Tímabilið sem verkfræðingar gengu í gegnum olli því að nauðsynlegt þótti að breyta áherslum innan greinarinnar og breikkaði við það fagsvið hennar. Verkfræðideildin lét ekki sitt eftir liggja og ákvað að mæta þörfum markaðsins með nýjum faggreinum. Til að búa verðandi verkfræðinga sem best undir atvinnulífið áltvað byggingar- verkfræðiskor að auka kennslu í umhverfismálum, auk þess sem námið var skilgreint betur en áður. I kjölfarið var nafni skorarinnar breytt í umhverfis- og byggingarverkfræðiskor haustið 1994. Núna býður skorin upp á fimm mismunandi línur, þrjár sem falla undir byggingarverkfræði og tvær falla undir umhverfisverkfræði. Því má segja að svið umhverfis- og byggingarverkfræðinga sé orðið noklcuð vítt og er því ekki ástæða til annars en að nem- endur skorarinnar komi bjartsýnir út í atvinnulífið. Nú hefur litið dagsins ljós 15. árgangur blaðsins "... upp í vindinn". Útgefendur blaðsins eru 3. árs nemar í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Islands. Að þessu sinni var leitast við að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast. í blaðinu birtast fjölmargar fræðigreinar og fellur innihald þeirra undir allar þær línur sem í boði eru í skorinni, en það eru mann- virkjalína, aflfræðilína, vatnalína, skipulagslína og umhverfislína. Viljum við þakka greinarhöfundum fýrir fræðandi efni og einnig styrktaraðilum fýrir þeirra framlag. Ari Guðmundsson Bergþóra Kristinsdóttir Elín Eggertsdóttir Gísli Þór Arnarson Guðlaugur Skúli Guðmundsson Halldór Eyjólfsson Hörður Gauti Gunnarsson Hörn Hrafnsdóttir Kristín Martha Hákonardóttir Ragnar Jónsson Unnur Helga Kristjánsdóttir Þorvaldur Guðjónsson Þórarna Yr Oddsdóttir Þórður Sigfússon ...upp í vindinn 15. árgangur 1996 Útgefendur og ábyrgðarmenn: Ofantaldir þriðja árs nemar við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla Islands Ritstjóri: Ari Guðmundsson Aðstoðarritstjórar: Hörn Hrafnsdóttir Unnur Helga Kristjánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórður Sigfússon Umbrot: AgnarTr. Le'macks Prentvinnsla: Prentbær & Prentás Forsíðumyndin er af fyrirhugaðri staðsetningu jarðganga undir Hvalfjörð. Ljósmyndina tók Mats Wibe Lund. Blaðinu er dreift til félaga í Verkfræðingafélagi íslands, Tæknifræðingafélagi íslands, Arldtektafélagi Islands auk smiða og múrara innan samtaka iðnaðarins. Auk þess er blaðinu dreift til fjölda fyrirtækja. EFNISYFIRLIT 4 Nám við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor eftir Sigurð Eriingsson 6 Viðtal við Halldór Blöndal samgönguráðherra 9 Fullkomið yfirfall fráveitukerfa - áhrifastærðir eftir Hafstein Helgason 12 Samnorræna sendiráðsverkefnið í Berlín eftir Steindór Guðmundsson 16 Virkjun jökulsánna norðan Vatnajökuls og helstu umhverfisþættir, sem tengjast hagnýtingu þeirra eftir Helga Bjarnason 21 Þar sem peningarnir eru - saga af ferð útskriftanema vorið 1995 24 Landfræðileg upplýsingakerfi (LUK) og sumarbústaðaskráning í LUK á Skipulagi ríkisins eftir Bergljótu S. Einarsdóttur 28 Stórabelti og Eyrarsund eftir Þorstein Þorsteinsson 44 Jarðskjálftinn í Japan 17. janúar 1995 eftir Sólveigu Þorvaldsdóttur 48 Hvalfjarðargöng eftir Jónas Frímannsson 52 Líkön til útreikninga á skriðlengd snjóf lóða eftir Gunnar Guðna Tómasson 56 Viðgerð á útveggjum aðalbyggingar Háskóla íslands eftir Jón Viðar Guðjónsson 64 Bikfestun burðarlaga eftir Ingva Árnason , ...upp í vindinn 5

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.