Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 21
UTSKRIFTARFERÐ
Þar sem peningarnir em
Saga af ferð útskriftarnema
vorið 1995
Við vorum átta ásamt kennara sem fórum til Hong Kong og Bang-
kok vorið 1995. Gríðarleg uppbygging er í Hong Kong og af svo mörgu
að taka að það var ekki furða að dagarnir þar yrðu þéttskipaðir heim-
sóknum í fyrirtæki og á vinnustaði. Hong Kong er ótrúlega ríkt svæði.
A hverju ári þarf til dæmis fjármálaráðherrann að biðjast afsökunar á
því að fjárlögum skuli skilað með svo miklum tekjuafgangi. Stærð-
argráða verkefnanna, sem þar er verið að vinna að, er vel í efri kanti
ímyndunaraflsins. Nýr flugvöllur ásamt samgöngumannvirkjum, sem
tengja miðborg Hong Kong við hann, mun kosta þúsund milljarða ís-
lenskra króna (eitt þúsund gígakrónur). Þetta og fleira gafst færi á að
skoða.
Endurnýjun neðanjarðarlestarganga
Mánudagurinn 15. maí 1995
Fyrsta fyrirtækið, sem við heimsóttum, var hið sænska fyrirtæki
Stabilator (dótturfyrirtæki Skanska), sem er að endurnýja innviði neð-
anjarðarlestarganganna undir Hong-Kong. Stabilator hefur þrjá og hálf-
an tíma á hverri nóttu, meðan að lestirnar sofa, til að vinna í göngun-
um. Lítið eftirlit hefur verið með steypu í Hong Kong og eru því göng-
in orðin léleg og óþétt þannig að saltvatn seytlar inn.
Endurbæturnar eru framkvæmdar þannig að fyrst er steypulag, ásamt
járnabindingu fjarlægt innan úr göngunum. Það er gert með
hydrodemolition robot, sem fer um göngin og losar steypuna með há-
þrýstivatnsdælu. Á eftir kemur railvac equipment vagn, sem myndar
undirþrýsting við steypuna og losar þannig vatn úr yfirborði steypu-
veggjanna. Að lokum fer svo sprautusteypuvagn um göngin og spraut-
ar 75 mm lagi af steypu á veggina. Nú þykir kannski einkennilegt að
járnabinding sé fjarlægð en staðreyndin er sú að hún er ekki stöðufræði-
lega nauðsynleg. Upphaflega voru göngin gerð úr forsteyptum rörein-
ingum og var þá járnastyrking nauðsynleg við flutning á einingunum.
Stabilator hefur lokið sjö kílómetrum og á um 30 km eftir. Þeir hafa
gert samning við Hong Kong um framkvæmdir við neðanjarðarkerfið
til ársins 1999 og 2000.
Sjö rétta hádegisverður
Hjá Stabilator var tekið sérstaklega vel á móti okkur og eftir heim-
sóknir á framkvæmdasvæði bauð Mats Bylund framkvæmdastjóri
Stabilator í Hong Kong hópnum til dýrindis hádegisverðar sem var, öll-
um til furðu, sjö réttir og samanstóð hver réttur af mörgum réttum (og
við, sem héldum að þriðji rétturinn væri aðalrétturinn, átum á okkur
gat). Sannkölluð kínversk máltíð. Ennfremur veitti hann okkur ómetan-
legar upplýsingar um staði, sem áhugavert væri fyrir hóp á borð við oklc-
ur að skoða og kíkja á. Það munaði miklu að hitta þarna mann sem gat
sagt okkur hvert væri skemmtilegast að fara og hvað væri skemmtilegast
að skoða í Hong Kong.
Skólphreinsistöð, landfyllingarsvæði og
tveir háskólar
Þriðjudagurinn 16. maí 1995
Sigurjón Pálsson, Heiðrún Gígja
Ragnarsdóttir, Björn Davíð
Þorsteinsson, Einar Sverrir Óskarsson,
Hlín Kristín Þorkelsdóttir, Hróðný
Njarðardóttir, Elísabet Sigríður
Urbancic og Jón Ingvi Árnason, sem
öll eru á fjórða ári í byggingarverk-
fræði. Dr. Sigurður Erlingsson fylgdi
hópnum út.
Þennan dæmigerða Hong Kong dag var skýjað, 26 - 28°C og rúm-
lega 80% raki. Hópurinn var sóttur á hótelið rétt fyrir klukkan níu og
leiðsögumenn voru doktorsnemi og doktor. Dagsskipunin var eftirfar-
andi: Fyrsti viðkomustaður yrði Shek Wu Hui skólphreinsistöðin, það-
an skyldi halda yfir á landfyllingarsvæði (SENT) með viðkomu í nýleg-
um háskóla þar sem snæddur yrði hádegisverður. Loks yrði stefnan tek-
in á elsta háskólann í Hong Kong.
Shek Wu Hui skólphreinsistöðin er lífræn stöð, sem tekin var í notk-
un árið 1984 (1. hluti) og þjónar hún 220.000 manns. Til stendur að
stækka stöðina og er hönnun hafin við 2. hluta hennar, gert er ráð fyr-
ir að hann muni þjóna um 300.000 manns (auk væntanlegs sláturhúss
sem verður í nágrenninu).
Hong Kong University of Science andTechnology (UST) er nýlegur
og sérlega íburðarmikill skóli. UST er aðeins nokkurra ára gamall og
ört vaxandi með um 5200 nemendur. Ásóknin í skólann er það mikil að
fyrirlestrar eru haldnir langt fram á kvöld. UST er einn þriggja skóla í
Hong Kong þar sem hægt er að læra byggingarverkfræði. Aðstaða í skól-
anum er öll hin glæsilegasta, til að mynda er bókasafnið (þar sem tölv-
urnar höfðu nóg af tilvísunum í greinar eftir Sigurð Erlingsson), sem er
mjög rúmgott og bjart, á fimm hæðum. Einnig er mötuneyti þar sem
hægt er að fá nánast hvað sem hugurinn girnist. Að loknum þessum
stuttu kynnum okkar af skólanum var eklci laust við að sum okkar vildu
gjarnan lcoma aftur síðar og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma.
Stefnir nú allt í að svo verði.
South East New Territories (SENT) landfyllingarsvæðið er staðsett í
Shek Miu Wau. Framkvæmdir á svæðinu hófust í september 1993 og
ári síðar, september 1994, var byrjað að taka á móti rusli.
Framkvæmd verksins var í stuttu máli þannig að flói var fylltur upp
og fjallshlíð sprengd og þannig fékkst svæði sem hægt er að urða rusl á.
Áætlað er að þessi sorpurðunarstaður geti tekið á móti 39 milljón tonn-
um og dugi í um það bil 13 ár. Mesta dýpi, þ.e.a.s. hæð rusls, verður
100 m. Daglega berast um 1400 bílfarmar af rusli en það samsvarar um
4,5 tonnurn.
I lok hvers dags er urðunarsvæðinu, sem er verið að nota hulið og
flett ofan af aftur næsta dag. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að
rusl fjúki burt af svæðinu.
...upp í vindinn
21