Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 53

Upp í vindinn - 01.05.1996, Síða 53
SNJOFLOÐ kraftar sem á það verka, þ.e. þáttur þyngdarkrafts samsíða hlíðinni (sem knýr snjóflóðið áfram), núningskraftur við botn flóðsins háður þyngd þess, og núningskraftur við botn og yfirborð flóðsins háður hraða þess. I þessari framsetningu er í raun gert ráð fyrir að rennsli snjóflóðsins niður hlíðina sé líkt og streymi vökva, nema hvað núningur við botn flóðsins háður þyngd þess er ekki vökvafræði- legur, heldur á sér samsvörun við núningsleraft á fastan hlut sem rennur niður hlíðina. I framhaldi af þessu leiddi Voellmy út eftirfarandi líkingu fyrir skriðlengd snjóflóðs v2 S =---------------------------- 2g((J,cos0, -sin0j) + (2) Skriðlengdin S er mæld frá þeim stað í brekkunni þar sem snjóflóðið byrjar að hægja á sér, 0] og ha eru meðalhalli brekkunnar og þyklet flóðsins á þessari leið. Líkingin hér að ofan er mikil einföldun á raunveruleikanum. Snjóflóð er í eðli sínu flókið fyrirbæri, þar blandast saman fast efni, vökvi og loft, streymið er óreglulegt og straumhraði er mikill, ásamt tilheyrandi þrýstingi. Þrátt fyrir þessa annmarka má ætla að líkingar sem þessar lýsi þokkalega vel ferð snjóflóðsins í heild sinni niður brekkuna, enda er varðveisla skriðþunga það grundvallarlögmál sem mestu ræður um ferð þess. Aðalvandinn við að beita líkaninu er hins vegar ákvörðun þeirra stika sem það byggir á, þ.e. núningsstikanna C, og j.1, en einnig þykki- ar flóðsins h. Reiknuð skriðlengd er verulega háð vali þessara stika og því nauðsynlegt að þeir séu valdir á skynsamlegan hátt. Hér kemur eðlisfræðin að litlu gagni, a.m.k. miðað við núverandi þekkingu okkar. Núningsstuðlarnir eru háðir aðstæðum þegar flóðið fellur, á hvernig undirlagi það skríður o.s.frv. Þykktin er augljóslega háð snjósöfnun og því hversu rnikill massi snævar hleypur af stað í upptökum, auk þrenginga í farveginum og fleiru. Þrátt fyrir þessa annmarka hefur líkan Voell- my mikið verið notað til útreikninga á skrið- lengd snjóflóða og er notað enn þann dag í dag. Hins vegar er sá ókostur annar við líkanið að spá um skriðlengd snjóflóðs samkvæmt líkingu (2) miðast við þann stað þar sem snjóflóðið er talið byrja að hægja á sér, en val hans getur verið nokkuð handahófskennt. Með tilkomu tölvutækninnar er unnt að bæta úr þessu með því að leysa á tölulegan hátt Upptök snjóflóðs \\> ^ \V\\ to° Endapunktur —snjóflóðs Brekkufótur “ 1/ XP V AX 1/ 7f 7T 71 líkingu (1) fyrir ferð snjóflóðsins niður hlíðina 3. Staðfræðileg líkön alveg frá upptökum þess þar til það staðnæm- Ólíkt eðlisfræðilegum líkönum byggja stað- ist neðan brekkunnar, í stað þess að styðjast fræðileg líkön eingöngu á upplýsingum um við líkingu (2). Upphaf þessa má rekja til svokallaðs PCM-líkans (massamiðjulíkans), sem sett var fram árið 1980. I kjölfar þess hafa verið þróuð ýmis líkön sem byggja á sömu aðferð. Hér á landi hafa verið þróuð tvö líkön sem byggja á svipuðum hugmyndum, þ.e. að Ieysa líkingu svipaða líkingu (1) fyrir hraða flóðsins, auk þess sem leyst er fyrir þykkt flóðsins út frá varðveislu massa þess (samfelli- líking). Annað þessara líkana hefur verið þróað hjá Verkfræðistofu Siglufjarðar. Hitt líkanið var upphaflega þróað á Verkfræðistofunni Vatnaskilum, en hefur að undanförnu verið endurbætt í sameiginlegu verkefni Háskóla Islands og Veðurstofu Islands. Erlendis hafa ýmsir aðilar unnið að þróun flóknari eðlisfræðilegra líkana, bæði líkana sem byggja á svipuðum grunni og þau sem lýst er hér að ofan, en einnig annars konar líkana þar sem reynt er að taka frekara tillit til þess að snjóflóð er í raun sambland vökva, fasts efnis og lofts. Þróun þessara líkana hefur þó verið í ýmsar áttir og ekkert eitt þeirra stendur framar öðrum. Notkun flóknari líkana kallar og á ítarlegri þekkingu á eðli þess sem líkt er eftir auk nákvæmari upplýsinga um ýmsa eiginleika þess. Þekking okkar á eðlisfræði snjóflóða er hins vegar það takmörkuð að vart er réttlætan- legt að beita nema einföldustu líkönum, þótt sjálfsagt sé að halda áfram þróun flóknari líkana með von um betri árangur í nánustu framtíð. brekkuna sem snjóflóðið fellur niður, en ekki er reynt að taka tillit til eðlisfræðilegra þátta. Upphaf slíkrar líkangerðar má rekja til Noregs á árunum fyrir 1980, er starfsmenn NGI (Norges Geotekniske Institutt) settu fram einfalt samband milli halla brekkunnar og úthlaupslengdar snjóflóða. I sinni einföldustu mynd byggir líkanið á því að spá fyrir um úthlaupshorn snjóflóðsins út frá horninu , sem lýsir meðalhalla brekkunnar ofan svokallaðs brekkufótar (sjá mynd 2). Hornið er skilgreint sem það horn sem sjónlína frá brekkufæti að upptakastað snjóflóðsins myndar við lárétt. Á sama hátt er hornið sem sjónlína frá þeim stað þar sem snjóflóðið stöðvast að upptakastað þess myndar við lárétt. Brekkufóturinn er skilgreindur sem sá staður þar sem halli hlíðarinnar er 10°. Með því að nota gögn um u.þ.b. 200 löng norsk snjóflóð fæst eftirfarandi samband milli hornanna og : a = 0,96(3 - 1,4° (3) Með löngum flóðum er átt við flóð sem náð hafa lengst hvert í sínum farvegi, en gróft mat á meðalendurkomutímann í gagnasafninu er 100-300 ár. Othlaupshorn snjóflóða í gagna- safninu dreifist um ofangreint samband með staðalfrávik 2,3°, sem verður að teljast mjög góður árangur miðað við einfaldleika líkansins. Líkanið hefur verið endurbætt á ýmsan hátt Raynor TC II Raynor Tri Core Kelley-RT/C Kelley-lyftur iðttaðarhurð hraðopnandi plasthurð RAYNOR KELLEY • ALLHABO ojjna þér nýjar leiðir VERKVER BYGGINGAVÖRUR Smiðjuvegur 4b, 200 Kópavogur • “S 567 6620 • Fax 567 6627 ...upp í vindinn 53

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.