Upp í vindinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 25

Upp í vindinn - 01.05.1996, Qupperneq 25
L U K Tæluii: Allur hug- og vélbúnaður ásamt nettengingum. Til þess að kerfm virki þarf tæknin að vera í lagi og bæði gagnasöfn og við- föng þarf að þróa. Gögn: Gögnin sjálf eru grunnur hússins sem allt byggir á. Ur þeim þarf að vinna, þau þarf að móta, jafnvel afla meiri gagna ásamt því að gera þau aðgengileg í miðlægu gagna- safni stofnunarinnar, einnig þarf að halda þeim við svo að þau úreldist ekki. Markmiðið með miðlægum gögnum er m.a. að koma í veg fyr- ir tvíverknað, auðvelda aðgang að völdum gögnum, bæta stjórnun og auka gæði, sam- þættingu og traust á gögnum. LUK á Skipulagi ríkisins Vinna við landfræðileg upplýsingakerfi á Skipulagi ríkisins hófst árið 1990. Helstu verk- efni í LUK fram til ársins 1995 hafa verið margs konar tilraunaverkefni, bæði smá og stór. Sérfræðistörf unnin á Skipulagi ríkisins varða skipulag og mat á umhverfisáhrifum á landinu öllu og felast í samhæfingu, ráðgjöf, mati, eftirliti og skráningu. I dag er lögð áhersla á að þróa LUK þannig að það verði aðgengilegt öllu starfsfólki stofn- unarinnar. Til þess að ná því markmiði er nauðsynlegt að tengja uppbyggingu LUK meginviðfangsefnum stofnunarinnar sem eru eins og áður er getið samhæfing, ráðgjöf, mat, eftirlit og skráning. Stefnan við uppbyggingu LUK er að starfs- menn Skipulags ríkisins geti skoðað og notað gögnin í Windows-umhverfi úr miðlægum gagnagrunni. Þriggja laga kerfi (three tiered structure) Hugmyndin að baki upplýsingakerfinu er einföld. Hér er það kallað þriggja laga kerfið en það felur í sér eftirfarandi: Fyrsta lagið er miðlæga gagnasafnið. Annað lagið er tæknin og virkni kerfisins, það er hvernig gagnasafnskerfið virkar, öryggis- reglur, nettengingar o.fl. Þriðja lagið eru notendurnir. Mikilvægt er að þróa einföld notendaskil því að notendurn- ir eiga eleki að þurfa að þekkja til tæknilegrar uppbyggingar kerfisins s.s. hönnunar gagna- safnsins, hug- og vélbúnaðar. Fyrsta miðlæga LUK gagna- safnið: Sumarbústaðaverkefnið Verið er að vinna að fyrsta miðlæga gagna- safnskerfi Skipulags ríkisins í LUK en það er kerfi fyrir skráningu sumarbústaðamála af- greiddum á stofnuninni. Skráning hófst árið 1985 og hefur verið færð í excel og word skrár. © © p ArcvW Maplnfo Word Ánægðir nolendur c: ru Nettengmgar. hug- og vélbúnaDur öð Ö j" ' Innanhúss Utanhúss Miðlægl gagnasafn (söfn) með moguleika á tengingu við ormur gagnasdfn 3, mynd - Þriggja laga kerfi (three tiered structure) . oyiwi i /.OXM-&Í0F 1. J. &v<iHoUJL 2, mynd - Landfræðíleg gögn. Dæmi um undanfara LUK löngu áöur en þaó var komið I notkun á stofnuninni. Sérfræðingur sumarbústaða- mála útbjó sitt eigió kort til þess aó geta séð og sýnt öðrum á einfaldan og myndrænan hátt hvernig mál hefðu verið afgreidd á mismunandi stöðum. Kerfið byggir á áðurnefndri þrískiptingu þ.e. miðlægum gagnagrunni, tækni og not- anda. Frumútgáfa kerfisins er nú í prófun og stefnt er að því að það verði komið í notkun í vor. Það byggist á eftirfarandi þáttum: Maplnfo LUK hugbúnaði og MapBasic forritunarmáli. Töflugögnum (attribute data) í miðlægum Oracle gagnagrunni. Landfræðilegum gögnum í miðlægum landfræðilegum (spatial layer) gagna- grunni. Skönnuðum og staðfærðum (georefer- enced) rastagögnum s.s. myndum og upp- dráttum. Notendavænu kerfi með möguleikum á útprentun korta og töflugagna. Kerfi sem virkar fyrir stofnunina í heild. Gagnasafnshönnun í Access. Kortasafn um skipulagsmál Jafnhliða sumarbústaðaverkefninu er verið að vinna að kortasafni um skipulagsmál í LUK. Á kortunum kemur fram staða skipu- lagsmála í hverju sveitarfélagi, breytingar á skipulagi frá ári til árs, þjónustusvæði bygging- arfulltrúa o.fl. Sumarbústaðaverkefnið - Virknihönnun Kerfisgreiningu sumarbústaðaverkefnisins hefur verið skipt niður í virknihönnun (funct- ional design) þ.e. virkni kerfisins og notendaskil annars vegar og tæknilega hönnun hins vegar. Mikilvægt er að greina annars vegar á milli þess aðila sem ber ábyrgð á þróun notendaskil- anna og virkni kerfisins í samstarfi við notand- ann og hins vegar þess aðila sem ber ábyrgð á tæknilegri virkni kerfisins þ.e. kerfisstjóra. Lögð hefur verið áhersla á að vinna með sér- fræðingnum sem ábyrgur er fyrir skráningu sumarbústaðamálanna. Notendaskil og virkni Meginmarkmið notendaskilanna og virlcn- innar er að notandinn öðlist möguleika á að skoða kort, fá upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni ásamt því að geta viðhaldið gagnasafninu með nýjum upplýsingum. Notendaskil í verkefninu eru í "Windows” umhverfi ásamt notkun Maplnfo sem er ein- faldur "Windows" LUK hugbúnaður. MapBasic forritunarmálið er notað til þess að einfalda notendaskilin enn meir svo að sér- fræðingurinn (notandinn) þurfi eingöngu að kunna skil á nauðsynlegustu aðgerðum. Skoðun korta Skráning sumarbústaða nær til landsins alls. Mögulegt verður að skoða Islandskort á þrem- ur mismunandi stigum þ.e. í þremur ólíkum mælikvörðum; fyrsta stigið er landið allt, síðan sveitarfélög og að lokum hluti sveitarfélags. Aðalkortagrunnurinn er einfalt sveitarfélaga- kort ásamt hnituðum punktum sem sýna stað- setningu sumarbústaðasvæðanna. Möguleiki er á að skoða önnur kort og töflur sem þeim tengjast, þegar þau verða tiltæk s.s. umdæmi byggingarfulltrúa, vegi, jökla, línulagnir, ferða- mannastaði, jarðhita- og náttúruverndarsvæði. Skoðun skannaðra rastermynda og upp- drátta verður tengd punktunum (georefer- enced) sem sýna staðsetningu sumarbústaða- svæðanna. Fyrirspurnir og skoöun töflugagna Staðsetning sumarbústaðahverfa er tengd jarðaheitum, jarðirnar eru sýndar sem punktar á kortinu. I tengslum við punktana verður hægt að fá nánari upplýsingar s.s. rasta mynd- ir af húsum og uppdráttum. Jafnframt verður hægt að fá áður skilgreindar upplýsingar s.s. fjölda samþykktra sumarbústaðalóða í hverju sveitarfélagi samanber 4. mynd. ...upp í vindinn 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.