Upp í vindinn - 01.05.1996, Side 11
Epal leggur áherslu á sölu húsbúnaðar sem uppfyllir ströngustu kröfur um gæði og góða
hönnun. Jafnan er reynt að miða verð innfluttrar vöru við verð sambærilegrar vöru annars
staðar á Norðurlöndum, þrátt fyrir nokkurn kostnað við flutning til landsins.
Gluggatjaldaefni og húsgagnaóklæöi í miklu úrvali. Flest þeirra uppfylla ítrustu kröfur um brunaþol. Lánuð eru sýnishorn heim til
viðskiptavina hvar á landinu sem er. Gluggatjöldin eru saumuð og seld tilbúin, þegar þess er óskað. Innanhússhönnuðir aðstoða
þá sem vilja við val.
Lampar. Inni- og útiljós í hæsta gæðaflokki frá Louis Poulsen og Focus í Danmörku. Sígild hönnun. Einnig ítalskir og sænskir lampar.
Trérimlatjöld úr linditré, beyki, mahóní, kirsuberjaviði og fleiri tegundum af gegnheilum viði. Pantað eftir máli.
Sófar frá Erik Jörgensen og Fredricia Stolefabrik í Danmörku. Sígild hönnun, vandaðir sófar, lífstíðareign. Einnig sófar frá fleiri
framleiðendum, þ.á.m. nokkrar gerðir íslenskra sófa.
SAVO skrifstofustólar. Stólar með flydende vip þ.e. þegar bak og seta hreyfast óháð hvort öðru og fylgja hreyfingum líkamans, en
gefa fullan stuðning þegar hans er þörf. Fætur eru á gólfi sama hver setstellingin er. Þetta bætir jafnvægið, vökvaflæði líkamans
verður óhindrað og það dregur úr þreytu.
TRIPP TRAPP barnastólinn frá Stokke í Noregi bjóðum við á lægra verði en áður hefur þekkst hér á landi.
Frá Stokke koma einnig BALANS stólarnir sem eru þekktastir fyrir að hnén hvíla á púðum. Hönnun þeirra leiðir til aukinnar
hreyfingar, þegar þú situr, ásamt því að þvinga bakið í rétta stöðu.
MONTANA hillueiningar bjóða upp á ótal möguleika á uppröðun. Hægt er að velja um fjölda lita ásamt viðartegundunum mahóní,
beyki og kirsuberjaviði.
Sjúkrastólar, íslenskir, hannaðir fyrir aldraða og fatlaða. Hver stóll er lagaður að þörfum hvers einstaks kaupanda. Þeir eru m.a.
fáanlegir með útbúnaði til aðstoðar við að setjast og standa upp.
Ymis húsgögn svo sem borðstofuborð, sófaborð, stólar, fatahengi, simahillur og fleira.
Sum þessara húsgagna lætur Epal framleiða hér á landi. Hönnuðir eru bæði íslenskir og erlendir.
HEWI baðbúnaður, húnar, snagar, handföng, húsnúmer og fl. á mjög frambærilegu verði. Velja má um þrettán liti. Hér fást ýmsar
hjálparvörur fyrir fatlaða, svo sem stuðningsslár, sturtusæti og stillanlegir speglar.
Kókos- og sísalgólfteppi í úrvali. Margar gerðir og iitir.
Sumar vörur afgreiðum við af lager, en fleiri eru pantaðar sérstaklega. Það gerir
viðskiptavinum ldeift að fá húsbúnað eftir sínu höfði, með því áldæði og úr þeirri
viðartegund eða í þeim lit sem þeir óska.
Innanhússhönnuðir Epals aðstoða þá sem vilja við val. Myndskreyttir bæklingar eru
til um flestar vörur. Viðskiptavinir geta fengið þá senda heim og valið í næði.
Verið velkomin í Epal!