Upp í vindinn - 01.05.1996, Blaðsíða 54
SNJÓFLÓÐ
með því að taka inn í það frekari upplýsingar um lögun brekkunnar, svo
sem halla í upptökum flóðsins, krappa farvegarins og fleira. Þessar
endurbætur eiga það þó sameiginlegt að staðalfrávik úthlaupshornsins
minnkar tiltölulega lítið miðað við líkanið í sinni einföldustu mynd.
Annars konar staðfræðileg líkön hafa verið sett fram, t.d. af McClung og
Mears, þar sem spáð er fyrir um stærðina Ax/Xp út frá Gumbel-
líkindadreifingu (sjá mynd). Ekkert þeirra hefur þó hlotið jafnmikla
útbreiðslu og a-þ líkan norðmanna.
Meginkosturinn við staðfræðileg líkön er einfaldleiki þeirra en samt
góð fylgni við gagnasöfn með þekktum flóðum. Ókostirnir eru hins
vegar þeir að hér er ekki tekið tillit til eðlisfræðilegra þátta. Þannig getur
líkanið gefið vafasamar niðurstöður ef brekkan sem flóðið rennur eftir
er mjög lág eða óregluleg að lögun, t.d. stöllótt. Einnig er hér ekkert
tillit tekið til snjósöfnunaraðstæðna, sem geta verið mjög mismunandi.
Slíkum atriðum þarf að bæta við spána á huglægan hátt. Eins ber að
gæta þess að líkanið að ofan miðast við norskar aðstæður og nauðsynlegt
er að sannreyna það við íslenskar aðstæður áður en það er notað við
spár um skriðlengd snjóflóða hér á landi.
4. Lokaorð
Hér að framan hefur í stuttu máli verið gerð grein fyrir helstu
tegundum reiknilíkana sem notuð eru við verkfræðilega útreikninga á
skriðlengd snjóflóða. Slík líkön eru nauðsynlegt hjálpartæki við mat á
snjóflóðahættu, enda gera þau okkur kleyft að spá fyrir um hvað geti
gerst, í stað þess að horfa einungis á það sem hefur gerst.
Líkönin eiga það hins vegar öll sameiginlegt að vera mikil einföldun á
því flókna fyrirbæri sem rennsli snjóflóða er. Því ber að taka niður-
stöðum þeirra með fullri varúð. Æskilegt er að fleiri en eitt líkan séu
notuð í slíkri vinnu, helst líkön af ólíkri gerð og uppruna. Ef líkönum
ber saman styrkir það niðurstöður hvers fyrir sig, en að öðrum kosti er
nauðsynlegt að vega og meta niðurstöður þeirra í Ijósi þeirra aðstæðna
sem verið er að skoða ásamt kostum og göllum hvers líkans fyrir sig. Slík
Iíkangerð krefst því reynslu af snjóflóðum og eðli þeirra, en ekki síður
þekkingar á grundvelli og uppbyggingu þeirra Iíkana sem unnið er með,
þannig að líkönin séu notuð á skynsamlegan hátt.
Gildandi hættumat vegna snjóflóða hér á landi, sem byggir að nokkru
leyti á niðurstöðum reiknilíkana, hefur verið talsvert gagnrýnt, enda
sýnir reynslan að hættan hefur víða verið verulega vanmetin. Gallar
hættumatsins felast þó ekki í þeim reiknilíkönum sem notuð voru, held-
ur fyrst og fremst þeim forsendum sem þeirri vinnu voru settar. Sérstak-
lega lá vandinn í því hversu lítið var horft út fyrir stutta og ófullkomna
snjóflóðasögu hvers staðar fyrir sig við gerð hættumatsins. Ur þessu þarf
að bæta með því að flytja reynslu af aftakasnjóflóðum milli staða á
skynsamlegan hátt. Hættumatið verður þá raunhæfara, auk þess sem
samræmi næst milli staða. Auk þess væri æskilegt að hættumatið byggðist
á mati á endurkomutíma snjóflóða á hverjum stað, og þar með áhættu af
þeirra völdum, en á slíku mati þyrftu ákvarðanir um framtíðaraðgerðir
að byggja. Stjórnvöld gætu þá markað stefnu um hver sé hin ásættanlega
áhætta af völdum snjóflóða og í framhaldi af því ráðist á skipulegan hátt
í það stórverkefni að koma raunverulegri áhættu á snjóflóðasvæðum
niður fyrir þau mörk, með byggingu varnarvirkja þar sem þess er nokkur
kostur, með uppkaupum fasteigna eða hugsanlega með skipulegum
rýmingum á einstaka stöðum þar sem áhættan er tiltölulega lítil.
Heimildir:
Lied, K. og Bakkehoi, S., 1980, Empirical calculations of snow avalanche
runout distance based on topoaraphic parameters, Tournal of Glacioloay,
26(94), bls. 165-178.
McClung, D.M. og Mears, A.I., 1991, Extreme value prediction ofsnow
avalanche runout, Cold Regions Science and Technology, 19, bls. 163-175.
Perla, R., Cheng, T. og McClung, D.M., 1980, A two parameter model of
snow avalanche motion, Journal og Glaciology, 26(94), bls. 197-207
Voellmy, A., 1955, Uber die Zerstorungskraft von Lawinen. Schweizerische
Bauzeitung, Hefte 12.
tfisstarf íslanclsb
ei'k ab vit^
IIMII
■ ■■■II
IIHII
IIMII
• H aþry stiþvottur
• Alhliða múrverk
• H úsaviðgerðir
• Flísalagnir
-4°
a vinnQ
10°
Múrarajneistari:
Axel S. Oskarsson
* 587 8770
854 0338 894 0338
Boðtæki: 845 0995
IIMII
IIHII
54
...upp í vindinn