Upp í vindinn


Upp í vindinn - 01.05.1996, Page 58

Upp í vindinn - 01.05.1996, Page 58
VIÐGERÐ Á AÐALBYGGINGU Fyrir viðgerö Helstu skemmdir Fljótlega á undirbúningstímanum var ákveðið að í þessum áfanga yrði eingöngu gert við útveggi, en aðrir byggingarhlutar látnir bíða. Frá upphafi hafa engar stórviðgerðir farið fram á húsinu eða breytingar gerðar á því, ef frá er talið að 1962 voru öll járnvatnsbretti undir gluggum fjarlægð, trúlega vegna ryð- skemmda, og vatnsbretti úr múr sett í staðinn. Skemmdir í steypu og múr útveggja voru um margt eins og við erum að að fást við í nútímahúsum og voru þessar helstar: • Miklar og útbreiddar frostskemmdir voru í steyptum þakkanti og á efsta hluta veggja. Einnig voru miklar staðbundnar frost- skemmdir í „köldum“ byggingarhlutum, s. s. skyggni yfir inngangi og súlum. • Miklar frost- og ryðskemmdir voru í silfurbergsflísum á súlum og var búið að fjarlægja hluta þeirra vegna hrunhættu. • Oll múruð vatnsbretti voru mikið sprung- in og laus. • Töluvert var um að bendistál í köntum við glugga og önnur op hafði sprengt af sér steypuhulu vegna ryðtæringar. • Tiltölulega lítið var um lóðréttar sprungur, t. d. út frá gluggahornum, en mikið um sprungur á plötuskilum. • Leki í gegnum útveggi var hins vegar óverulegur. Eins og á þessari upptalningu sést var um að ræða dæmigerðar skemmdir eins og við höfum í steinsteyptum húsum sem eru einangruð að innan og mátti setja húsið í flokk með verulega skemmdum húsum. Hins vegar bar tiltölulega lítið á skemmdunum miðað við sambærilegar skemmdir í slétthúðuðum og máluðum hús- um og er það eflaust steiningunni að „þakka“. Viðgerðaraðferðir Allur þakkantur hússins og efsti hluti veggja voru brotnir burt og endursteyptir, fjarlægja þurfti alla múrhúð á köntum við glugga til að komast að þéttingum milli gluggakarma og veggja sem þurfti að endurnýja. Brotið var frá ryðguðum járnum og gert við múrskemmdir og sprungur. Sérstaklega þarf að vanda til viðgerða undir steiningu, ekki síst í húsum sem byggð eru fyrir tíma „víbratoranna“, því algengt er að steypuhreiður séu í veggjum, sérstaklega við skil gólfplatna, með tilheyrandi útfellingum úr sprungum sem um þau liggja. Skyggnið yfir aðalinngangi var brotið burtu vegna frostskemmda, sem og hluti af öðrum „köldum“ byggingarhlutum. Hvað steininguna varðar voru tveir kostir til viðgerða. Annars vegar að blettsteina yfir við- gerðir og hins vegar að heilsteina alla útveggi. Af fyrri reynslu vissum við að litlar líkur voru á að hægt væri að blettsteina með viðunandi árangri m.t.t. útlits. Nokkrar smærri viðgerðir höfðu verið gerðar á veggjum hússins og stein- að yfir þær og var árangur af því ekki góður. Helstu ástæður fyrir því að illmögulegt er að steina einungis yfir viðgerðir eru að þó menn nái skilum milli viðgerða og eldri steiningar góðum og geti líkt mjög vel eftir eldra steiningarefni og forveðrað múrinn, t.d. með sýru, þá tekur viðgerðin náttúrulega veðrun á allt annan hátt en eldri steining og innan fárra ára hefur viðgerðin yfirleitt breyst töluvert og er orðin verulega áberandi. Einnig hefur mis- munandi rakadrægni á nýjum og gömlum múr veruleg áhrif á útlit, því nýr múr dregur hraðar og meira til sín vatn en gamall múr og er því fljótari að blotna og lengur að þorna. Viðgerðir sjást því gjarnan sem dökkir flekkir. Ákveðið var að færa vatnsbretti hússins í upprunalega mynd, þ.e. gera þau úr stáli. Við höfðum fundið teikningu af upphaflegum stálbrettum og voru þau nýju höfð með sama formi, en úr ryðfríu stáli. Á verktímanum ákvað byggingarnefnd að bæta verkþáttum inn í verkið og voru stærstir endurbygging á tröppum við aðalinngang og endurnýjun terrasólagnar í anddyri. Einnig var ýmsum öðrum smærri verkþáttum bætt við. Framgangur verksins Vinnsla á kvarsi í steininguna var boðin út og hófst í byrjun júní og sá Sigurverk hf. um verkið. Um 42 tonn af kvarsi voru tekin úr námunni og fengust úr því um 28 tonn af steinmulningi og 8 tonn af sandi. Eftir viógerö Silfurberg var sótt í Djúpadal um miðjan júní og hrafntinna í Hrafntinnusker um miðj- an júlí. Línuhönnun sá um að sækja efnið, en fékk verktaka til að mala það og harpa. Aðalverkið var boðið út að undangengnu forvali og var samið við Múr- og Málningarþjón- ustuna Höfn hf. Einnig var samið við Múr- og Málningarþjónustuna um öll viðbótarverk, nema ílögn og slípun terrasógólfs, sem Viðar Guð- mundsson múrarameistari sá um og ýmsa stál- smíði sem Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sá um. I heild gekk verkið vel og komu ekki upp nein meiri háttar vandamál á verktímanum. Verkinu átti að ljúka 2. október, en vegna ým- issa tafa á verktíma og vegna viðbótarverkþátta laukverkinu um áramótin 1995-1996. Árangur viðgerða Höfundur telur að allir geti verið sammála um að einstaklega vel hafi tekist til með verkið, bæði hvað varðar lausnir og framkvæmd, og að húsið sé nú hið glæsilegasta. Viðgerðin á aðalbyggingunni og fleiri göml- um steinuðum húsum sýnir að tækni- og verk- þekking er til staðar. Því er dapurlegt að sjá þegar menn láta mála steinuð hús eftir viðgerð, í stað þess að endursteina þau. Þá er undarlegt í ljósi þeirrar góðu reynslu sem er af múr- húðun með steiningu, hve fáar nýbyggingar eru múrhúðaðar með steiningu í stað þess að slétthúða og mála. Þetta er þó aðeins að breytast eins og sést á nýbyggðu skrifstofuhúsi við Vegmúla í Reykjavík. Hvað varðar vinnslu íslenskra steinefna til steiningar er það ósk höfundar að sú þekking og reynsla sem skapaðist við vinnslu steinefn- anna fyrir verk þetta verði til þess að menn horfi meir en áður til íslenskra steinefna og vonandi að einhver vinnsla á þeim geti hafist, þó í smáum stíl verði. Að lokum þetta. Viðgerðin á útveggjum Háskólans er talandi dæmi um velheppnaða viðgerð á gömlu og virðulegu húsi og ber íslenskri tækni- og verkþekkingu gott vitni. Vonandi verður það til þess að menn staldri við og hugsi sig vel um áður en þeir grípa til viðgerðaraðferða sem ekki hæfa slíkum húsum. 58 ...upp í vindinn

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.